Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 08. apríl 2006 13:17
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: KR.is 
Þrjár með þrennu fyrir KR í gærkvöld
Hólmfríður átti stórleik með KR
Hólmfríður átti stórleik með KR
Mynd: KRReykjavik.is
KR-stúlkur geta státað af miklum markaskorurum en í gærkvöld unnu þær Stjörnuna 9-2 í Deildabikar kvenna í Egilshöllinni og skoruðu þrjár stúlkur þrennu fyrir KR í leiknum.

Þetta voru þær Hólmfríður Magnúsdóttir, Fjóla Dröfn Friðriksdóttir og Olga Færseth. Hólmfríður átti stórleik og auk þess að skora þrennuna lagði hún um tvö mörk fyrir Fjólu og fékk víti og aukaspyrnu sem Olga skoraði úr.

Hún hefur nú skorað 94 mörk í 119 leikjum með meistaraflokki KR en þar af hefur hún skorað 15 mörk á þessu ári. Fjóla hefur skorað 26 mörk í 35 leikjum með KR og Olga 254 mörk í 186 leikjum.

KR-ingar hafa einu sinni skorað fleiri þrennur í Deildabikarleik. Ásthildur Helgadóttir (4), Hrefna Jóhannesdóttir (4), Olga Færseth (3) og Hólmfríður Magnúsdóttir (3) skoruðu þrennur þegar KR vann Grindavík 20-0 árið 2002.
Athugasemdir
banner