Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 24. apríl 2006 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Umdeildur bolti - skoðanir leikmanna
Eins og kom fram í fréttinni hér á undan eru skiptar skoðanir meðal leikmanna Landsbankadeildarinnar með nýjan bolta sem leikið verður með í deildinni í sumar.  Tryggvi Guðmundsson markakóngur deildarinnar í fyrra gagnrýndi boltann í útvarpsþættinum Mín Skoðun með Valtý Birni á XFM í síðustu viku. 

Við fórum á stúfana og heyrðum í 16 leikmönnum deildarinnar og fengum þeirra álit á þessum bolta.  Álit þeirra má sjá hér að neðan.

Smelltu hér til að lesa hina fréttina okkar um boltann

Tryggvi Guðmundsson - FH
,,Mér finnst hann mjög slakur, í einu orði sagt, slakur. Ég er mjög hrifinn af þessari ákvörðun KSÍ að nota einn og sama boltann og hafa logoið þeirra og Landsbankadeildarlogoið. Hugmyndin er frábær en gæðin á boltanum eru því miður alls ekki nógu góð. Ég veit um marga bolta sem eru betri og fótboltinn er einu sinni mikilvægur hluti af leiknum."
Þórður Guðjónsson - ÍA
,,Mér finnst þeir hann mjög góður. Ég notaði hann þegar ég var hjá Stoke og þetta er mjög fínn bolti. Mér líst líka mjög vel á þessa hugmynd að samræma og hafa einn bolta í allri deildinni svo menn séu að spila með sama boltann allt árið, ég er mjög hlynntur þessari hugmynd."
 
Gunnlaugur Jónsson - KR
,,Mér finnst hann ekki nógu góður, hreint út sagt.  Hann er þungur þegar það er blautt og þetta eru bara tuðrur.  Maður hefur allavega prófað þá betri í gegnum tíðina. 

Mér þætti viturlegt að nota aðra bolta þó ég viti að það sé erfitt því það er búið að merkja þetta í bak og fyrir merki deildarinnar og KSÍ.  Heilt yfir er þetta ekki boðlegt í úrvalsdeild.  Hugmyndin er mjög af hinu góða en þá verða að vera alvöru boltar."
Hjörvar Hafliðason - Breiðablik
Ég var smá tíma að venjast honum en annars er ég mjög ánægður með hann.  Það þýðir ekkert að væla yfir svona, árinni kennir illur ræðari. 

Mér finnst ákveðið jafnréttindi í að hafa sama boltann á öllum völlum og flott framtak hjá KSÍ og Landsbankanum.

 
Sævar Þór Gíslason - Fylkir
Ég er ekki hrifinn af þessum bolta.  Engan veginn.  Þetta eru blöðrur, þeir bara fjúka.  Ég veit ekki hvað er verið að rembast með þetta, það er verið að spila með Nike bolta allstaðar úti í heimi og ég hef spilað með svoleiðis bolta og finnst hann mjög góður.  Ég hef ekki prófað nýja adidas boltann og veit því ekki hvernig hann er en mér finnst fáránlegt að binda sig við þennan bolta. 
Guðmundur Steinarsson - Keflavík
,,Mér finnst þessi bolti góður.   Reyndar tekur smá tíma að venjast honum því menn hafa verið að æfa með annað.  Það á eftir að koma í ljós hvernig endingu hann er með og annað en eins og staðan er núna er KSÍ að láta okkur fá yfirdrifið nóg af boltum.  Ég er mjög ánægður með þetta. Mér finnst það líka frábært framtak að allir verði með alveg eins bolta í deildinni."
Atli Jóhannsson - ÍBV
,,Mér finnst þeir ekkert sérstækir, kannski allt í lagi að æfa með þá en mér finnst menn full bjartir að ætla að spila með þetta.  Þeir eru ekkert voðalega góðir allavega.  Þessi hugmynd að hafa sama boltann er mjög góð, bara besta mál."
Grétar Ólafur Hjartarson - KR
,,Mér finnst þeir allt í lagi bara.  Þeir eru þokkalegir.  Mér finnst þetta mjög góð hugmynd að hafa sama boltann í allri deildinni en ég hefði samt frekar viljað hafa adidas bolta eða Nike."
Ólafur Stígsson - Fylkir
,,Mér finnst hann ekkert sérstakur.  Ég hef prófað Nike boltana og adidas og finnst þeir töluvert betri.  Ég myndi endilega vilja skipta í annan bolta, þetta er enginn gæðabolti finnst mér.  Mér finnst hugmyndin að hafa sama boltann allt í lagi, en það verður að vera þá góður bolti."
Daníel Hjaltason - Víkingur
,,Mér fannst hann alveg hræðilegur fyrst en nú er hann fínn bara.  Ég er búinn að venjast honum vel og hann er fínn.  Mér finnst hugmyndin að hafa sama bolta á öllum völlum mjög fín, og eina vitið bara.  Framarar hafa alltaf verið með lélega bolta."
Sigurvin Ólafsson - FH
,,Mér finnst hann alls ekki góður. En ég held að það sé lítið hægt að gera í því núna.  Mér finnst þetta ekki góður bolti.  Ef hægt væri myndi ég vilja skipta í annan bolta, þetta eru mjög lélegir boltar. "

,,Þetta eru bara eins og einhverjir plastboltar, einhverjir krakkaboltar.  Léttir og svona en það er misjafnt hvað mönnum finnst og mér finnst þetta ekkert sérstakir boltar.  Mér finnst skrítið að þeir skuli hafa valið þessa bolta."

,,Mér finnst það mjög góð hugmynd að hafa sama bolta á öllum völlum en það mætti þá hafa leikmenn með í ráðum þegar boltinn er valinn því það erum við sem spörkum í hann."
Ágúst Gylfason - KR
,,Þetta er fínn bolti.  Til að byrja með fengum við átta bolta sem við áttum að prófa og við völdum allir þennan.  Ég held hann sé bara þokkalegur þegar það er pumpað vel í hann.  En þeir eru fljótt að verða lélegir þegar þeir verða loftlausir.  Hann hefur reynst mér ágætlega."

,,Þetta er  miklu betra svona heldur en að fara á einhvern annan völl og þar er allt annar bolti sem er kannski of léttur eða þungur og maður fær ekki að prófa hann fyrir leikinn og fattar það ekki fyrr en maður er búinn að sparka í hann."

 
Marel Baldvinsson - Breiðablik
,,Ég var eiginlega alveg búinn að sætta mig við hann þangað til í gær þegar ég fékk að kynnast aðeins þessum adidas bolta.  Þetta var eins og svart og hvítt að sparka í hann.   En ég bara venst þessu, þetta er ekki alslæmur bolti, en það var mikill munur að sparka í adidas boltann, hann er alveg geðveikur."

,,Hugmyndin er mjög góð og mér finnst að þetta ætti að vera bara svona, þá er maður ekkert að fara til Vestmannaeyja og spila með Hummel bolta eða eitthvað í þeim dúrnum.  Þannig að það séu allir að spila með sama bolta, það er mjög gott en þá verður bara að vera fínn bolti."
Viktor Bjarki Arnarson - Víkingur
,,Þetta var svolítið skrítið fyrst til að byrja með, svona eins og blakbolti sem er léttur og skoppar svolítið á gervigrasi, það verður forvitnilegt að sjá hvernig hann er á grasinu.  En hann virðist vera ágætur."

,,Það er ekkert vitlaust að hafa svona einn bolta á öllum völlunum, þegar allir spila með eins bolta þá er ekkert boltanum að kenna, menn geta ekki kvartað yfir að vera ekki vanir boltanum.  Þetta er fínt, þetta er gert í enska boltanum og mér finnst gott hjá KSÍ að gera þetta."
Guðmundur Benediktsson - Valur
,,Hann er allt í lagi. Ég hef svo sannarlega sparkað í betri bolta en ég hef örugglega sparkað í verri bolta líka. Ég er hlynntur því að hafa sama bolta á öllum völlum. Það verður að gera það þannig að það sé verið að velja besta boltann en ekki út frá einhverjum öðrum sjónarmiðum."

,, Ég held að menn gætu örugglega komið sér saman um einhvern mjög góðan bolta. Ég held að það ætti að velja það þannig að reynt sé að finna mjög góðan bolta en ekki að það sé valið út frá peningum eða verði boltans. "
Jóhann Þórhallsson - Grindavík
,,Mér finnst þeir ekki góðir. Mér finnst þeir eiginlega vera mjög slakir. Við erum búnir að vera með þá og aðra svona Mitre bolta sem er eiginlega toppurinn hjá Mitre og það er allt annað. Þetta er tvennt ólíkt. Það verður spilað með þessa bolta en þeir eru ekki góðir. "

,,Það er allt í lagi að hafa þetta svona ef þetta eru góðir boltar. Hugmyndin er góð, ef þeir versla alvöru bolta er þetta gott mál en þetta er enganvegin gott ef þetta á að vera svona, með þessa bolta."

Athugasemdir
banner
banner