Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 23. apríl 2006 22:18
Hafliði Breiðfjörð
Norski: Glæsimark hjá Veigari
Veigar Páll skoraði glæsilegt mark.
Veigar Páll skoraði glæsilegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Veigar Páll Gunnarsson leikmaður Stabæk í Noregi skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi í norsku deildinni í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd Grenland. Marki Veigars er í norskum fjölmiðlum líkt við aukaspyrnur David Beckham leikmanns Real Madrid því han skrúfaði boltann yfir varnarvegginn og í markið.

,,Ég hef æft mikið aukaspyrnur að undanförnu, og ég var á listanum hjá Petter Belsvik yfir þá sem eiga að taka aukaspyrnur. Af þeirri ástæðu tók ég aukaspyrnuna sjálfur," sagði Veigar Páll við Dagbladet.no.

,,Ég spilaði á vinstri kantinum sem er ný staða fyrir mig, en ég er ánægður. 1-1 eru úrslit sem pössuðu leiknum. Hvorugt liðið átti skilið að vinna."

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara í norska boltanum í dag.

Lillestrøm 3-1 Viking
0-1 Toni Nhleko (18)
1-1 Robert Koren, straffe (30)
2-1 Frode Kippe (44)
3-1 Arild Sundgot

Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking í dag.

Molde 0-1 Lyn
0-1 Espen Hoff (58).

Stefán Gíslason spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Lyn.

Sandefjord 1-0 Tromsø
1-0 Tegström (20).


Stabæk 1-1 Odd Grenland
1-0 Veigar Pall Gunnarsson (7)
1-1 Espen Ruud (10).

Veiger Páll Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Stabæk.

Ham Kam 3-1 Fredrikstad
1-0 Juha Pasoja, (10)
1-1 John Anders Bjørkøy (23)
2-1 Marius Gullerud (29)
3-1 Pasoja (54)

Vålerenga 0-0 Rosenborg

Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner