Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 27. apríl 2006 06:00
Alexander Harrason
Umfjöllun um Stefán Gíslason í norskum miðli
Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Norska dagblaðið Dagsavisen birti viðtal við Stefán Gíslason, 26 ára miðjumann sem spilar með Lyn í Noregi og íslenska landsliðinu í vikunni en við þýddum viðtalið yfir á íslensku og má lesa það hér að neðan. Auk þess er einnig rætt við Morgan Andresen formann Lyn og Henning Berg þjálfara liðsins.

„Stefán er besti miðjumaðurinn í deildinni,” segir Morgan Andresen formaður knattspyrnumála hjá Lyn í Noregi. Þó hefur maður ekki mikið heyrt í Stefáni Gíslasyni sem er nú 26 ára og er fastamaður í liði Lyn.

-Það hefur ekki mikið heyrst í þér í fjölmiðlum, afhverju er það?
-,,Nei ég hef ekki verið mikið í fjölmiðlum. Ég hef alltaf verið rólegur utan vallar og mér finnst það fínt. Það er ábyggilega því það sést ekki mikið hvað ég geri á vellinum, ég geri nefnilega skítverkin," sagði Stefán við Dagsavisen.

-Og það er það sem fjölmiðlum er sama um þá eða?
,,Kannski, en það skiptir mig svo sem engu máli, stuðningsmennirnir vita hvað ég er þarna til að gera og ég geri það," svaraði Stefán.

Morgan Andersen hefur greinilega mikið álit á Stefáni og telur hann vera besta miðjumanninn í landinu, bæði í fyrra og í ár: „Hann er ekki búinn að spila neinn lélegan leik fyrir okkur, hann á einn leik enn inni hjá mér. Hann spilar fyrir íslenska landsliðið núna skilst mér og það er frábært. Hann er fæddur leiðtogi, án hans væri miðjan okkar gjörsamlega út úr kú, það er enginn eins og hann.”

-Hvernig hefur fjölskyldan höndlað þetta stífa æfingaplan og alla þessa leiki?
,,Þegar ég er ekki að spila er ég alltaf með fjölskyldunni, þau hafa það fínt og koma alltaf að horfa á heimaleikina. Ég á konu og tvö börn og bæði eru sex ára."

Stefán fór til Lyn í febrúar í fyrra og segist ekki sjá hið minnsta eftir því:
„Síðastliðin 2 ár hafa verið stórkostleg, það virðist líka ætla að byrja vel hjá Lyn, við vorum að hleypa inn alltof mikið af mörkum og skora fá en núna er farið að koma gott jafnvægi á spil okkar bæði varnarlega og sóknarlega finnst mér.”

Stefán nýtur fulls trausts frá þjálfara Lyn, Henning Berg sem gerði garðinn frægan í vörn Manchester United og Blackburn Rovers í ensku Úrvalsdeildinni:

„Hann er ómissandi leikmaður, alveg stórkostlegur baráttujaxl það er enginn vafi á því. Hann er líka góður fyrir móralinn í liðinu enda er húmorinn og traustið hans til allra leikmannanna innan liðsins og þeirra til hans ómetanlegt. Og hann hefur þetta íslenska í sér, rosalegur styrkur.”.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner