Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. apríl 2006 07:21
Hafliði Breiðfjörð
Æfingaleikir hjá Landsbankadeildarliðunum í gær
Marel Baldvinsson skoraði fjögur gegn HK.
Marel Baldvinsson skoraði fjögur gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Nokkuð var um æfingaleiki hjá liðunum í Landsbankadeild karla í gær og þar kemur kannski mest á óvart að Fram vann Víking R. örugglega 3-0 í Egilshöllinni.



Fram 3-0 Víkingur:
Fram og Víkingur áttust við í Egilshöll í morgun og voru það Framarar sem höfðu betur. Kristján Hauksson skoraði eitt mark og Ívar Björnsson tvö fyrir Framara.

Breiðablik 5-3 HK
Marel Baldvinsson átti stórleik fyrir Breiðablik í Fífunni í gærmorgun og skoraði fjögur af fimm mörkum þeirra grænu gegn nágrannaliðinu í HK. Olgeir Sigurgeirsson skoraði eitt fyrir Breiðablik. Hjá HK skoruðu þeir Finnbogi Llorens og Hörður Már Magnússon skoraði tvö.

KR 2-0 Grindavík
KR lagði Grinadvík 2-0 í Egilshöll í gærkvöld en leikurinn átti upphaflega að fara fram á Garðskagavelli klukkan 15:00 en varð að færa vegna rigninga. Færeyski framherjinn Rógvi Jakobsen skoraði bæði mörk KR í dag með skalla.

Haukar 1 - 2 Valur
Jónmundur Grétarsson skoraði mark Hauka og var þetta sjöunda mark hans í fjórum leikjum fyrir liðið en hann skoraði einnig tvívegis í 3-2 tapi Hauka gegn Fylki síðastliðinn miðvikudag. Því miður vitum við ekki hver skoraði fyrir Val.
Athugasemdir
banner