Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. maí 2006 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Framtíð Eiðs Smára ræðst á morgun
Eiður Smári í baráttu við Ronaldinho.
Eiður Smári í baráttu við Ronaldinho.
Mynd: Getty Images
Það mun ráðast á morgun hvort Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði íslenska landsliðinu muni hætta með ensku meisturunum í Chelsea í sumar. Eiður hefur ekki leikið með chelsea undanfarin mánuð og hefur verið fyrir utan leikmannahóp liðsins sem hefur tryggt sér sigur í ensku úrvalsdeildinni.

Arnór Guðjohnsen faðir Eiðs og umboðsmaður hans sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann muni sitja fund með Chelsea á morgun þar sem staða Eiðs hjá félaginu verður ráðin.

,,Eftir fundinn á staða Eiðs Smára að vera skýrari en hún er nú," sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið í gær.

Peter Kenyon framkvæmdastjóri Chelsea sagði við BBC í gær að félagið muni láta þrjá leikmenn fara í sumar og tók fram að Didier Drogba og Shaun Wright Phillips séu ekki meðal þeirra.

,,Það verða þrír inn, þrír út," sagði Kenyon. ,,Einn þeirra er augljóslega Michael Ballack og við vonum að við getum gert það fyrir Heimsmeistaramótið."

Eiður Smári hefur að undanförnu verið orðaður við Tottenham Hotspurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner