Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. maí 2006 17:44
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: KSÍ.is 
Ísland lagði Hvíta Rússland
Hvíta Rússland 1-2 Ísland
Ásthildur Helgadóttir skoraði annað mark Íslands,
Ásthildur Helgadóttir skoraði annað mark Íslands,
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Íslenska kvennalandsliðið vann Hvíta Rússland 2-1 í undankeppni HM 2007 í dag en leikið var í Minsk í Hvíta Rússlandi.

Katrín Jónsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir um hálftíma leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Fyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir kom íslenska liðinu tveimur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks, en heimamenn minnkuðu muninn nokkrum mínútum síðar.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum þó íslenska liðið hafi verið betri aðilinn og fékk færi sem ekki tókst þó að nýta.

Sigurinn var verðskuldaður og er Ísland nú með 7 stig eftir fjóra leiki í riðlinum, jafnmörg og Tékkar auk þess sem markatala liðanna er jöfn, en Svíar eru efstir með 10 stig.
Athugasemdir
banner