Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 09. maí 2006 17:37
Magnús Már Einarsson
Æfingaleikir: Sindri sigraði Leikni F.
Úr leik Hamars og Árborgar í gær.
Úr leik Hamars og Árborgar í gær.
Mynd: Guðmundur Karl
Sindri sigraði Leikni Fáskrúðsfirði 4-2 á Mánavelli í Nesjum í æfingaleik síðastliðinn sunnudag. Daði Már Steinsson og Aurinas Ivaskevicius skoruðu fyrir Leikni en sá síðasti er 26 ára Lithái sem er væntanlega á leið í Leikni. Við vitum ekki markaskorara Sindra en þess má geta að Óðinn Ómarsson markvörður Leiknis fótbrotnaði í leiknum og þeir Seval Zahirovic og Einar Smári Þorsteinsson sitt markið hvor.

Hamar og Árborg áttust við á Stokkseyrarvelli í gærkvöldi og lyktaði leiknum með jafntefli, 2-2. Guðmundur Garðar Sigfússon og Valgeir Reynisson skoruðu fyrir Árborg. Fyrir Hamar skoruðu þeir Hákon Arnarson og Kristmar Geir Björnsson, þjálfari, en hann skoraði jöfnunarmark Hamars úr vítaspyrnu á 90.mínútu.

Ef þið hafið úrslit eða markaskorara úr æfingaleikjum sendið þá endilega tölvupóst á [email protected]
Athugasemdir