Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. maí 2006 10:35
Hafliði Breiðfjörð
VISA bikarinn í gær: Drangur lagði Reyni Sandgerði
Leikmenn Drangs fagna sigri á Reyni Sandgerði í gær.
Leikmenn Drangs fagna sigri á Reyni Sandgerði í gær.
Mynd: Jón Örvar Arason
Fjöldi leikja fór fram í annarri umferð VISA-bikarsins í gær. Drangur sem er utandeildarliðið Vængir Júpíters komst mjög óvænt í þriðju umferð þegar að liðið sigraði lið Reynis Sandgerði á útivelli. Önnur óvænt úrslit urðu þegar að Tindastóll úr þriðju deild sigraði Völsung úr annarri deild öruggt 3-0 þar sem Gísli Eyland Sveinsson markvörður Stólanna skoraði tvívegis úr vítaspyrnu.

Fleiri lið lentu í vandræðum og til að mynda tryggði Danislav Jevtic liði Aftureldingar sigur gegn Skallagrími eftir framlengdan leik í Borgarnesi þar sem þrjú rauð spjöld fóru á lofti en þar vakti einnig athygli að Hafþór Ingi Gunnarsson fyrirliði körfuboltaliðs Skallagríms lék 97 mínútur með heimamönnum. Þá tryggði Ibra Jagne lið Þórs nauman 2-1 sigur á Vinum með marki undir blálokin.

Hér að neðan eru svo úrslit og markaskorara úr leikjum dagsins auk mynda.

Reynir S. 1-2 Drangur
0-1 Guðmundur Á Auðunsson (´23)
1-1 Ólafur Ívar Jónsson (´31)
1-2 Guðmundur Á Auðunsson (´90)

ÍR 2-1 Árborg
1-0 Guðmundur Pétursson (34)
1-1 Atli Vokes (48)
2-1 Guðmundur Pétursson (54)
Ernest Essombe, rautt fyrir að slá leikmann Árborgar. (´68)

Selfoss 5-1 KFS
1-0 Ingþór J. Guðmundsson (´5)
1-1 Jóhann Magni Jóhannsson (´10)
2-1 Hallgrímur Jóhannsson (´13)
3-1 Hallgrímur Jóhannson (´26)
4-1 Birkir Vagn Ómarsson (´32)
5-1 Þorkell Máni Birgisson (´40)

Liðin sóttu jafnt í byrjun leiks. KFS voru líklegir til að skora á fyrstu mínútu en vörn Selfoss náði að bægja hættunni frá. En það voru Selfyssingar sem settu fyrsta markið, þar var að verki Ingþór J. Guðmundsson sem skoraði eftir gott skot í gegnum þvögu í KFS vörninni. 5 mínútum síðar jöfnuðu KFS leikinn þegar þeir löbbuðu með boltann í gegnum sofandi varnarlínu Selfyssinga.

Heimamenn voru fljótir að svara þegar Hallgrímur skoraði laglegt mark eftir góðan undirbúning frá Ingþóri. Hallgrímur var svo aftur á ferðinni þegar hann lék laglega á nokkra KFS pilta fyrir utan vítateig og þrumaði boltanum síðan í netið af löngu færi. Eftir þetta voru KFS piltar heilum horfnir eftir ágæta byrjun og Selfyssingar gengu á lagið. Craig Dean lék laglega upp vinstri kanntinn og átti góða fyrirgjöf inní boxið á Birkir Vagn sem kláraði færið vel.

Undir lok fyrri hálfleiks fengu Selfyssingar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig KFS. Craig Dean lék laglega á Liam sem sendi fyrir á Mána sem skallaði boltann af harðfylgi í netið. Síðari hálfleikur var kraftlaus og tíðindalítill. Hvorugt liðið náði að byggja upp neinar sóknir af viti. KFS áttu þó nokkra hættulega spretti upp völlinn sem enduðu í engu. Selfoss sótti stíft undir lok leiks en náði aldrei að binda endahnút á sóknirnar.

Valur Arnarson skrifar frá Selfossi

Sindri 5-3 Boltafélag Norðfjarðar
0-1 Jón Hilmar Kristinsson
1-1 Jón Haukur Haraldsson
2-1 Jón Haukur Haraldsson
3-1 Sævar Gunnarsson
4-1 Eysteinn Sindri Elvarsson
4-2 Jón Hilmar Kristinsson
4-3 Jón Hilmar Kristinsson
5-3 Sævar Gunnarsson

Kalt var í veðri og hvasst þegar Sindramenn tóku á móti Boltafélagi Norðfjarðar á Sindravöllum í kvöld. Leikmenn BN létu það hins vegar ekki á sig fá og komust óvænt yfir strax í upphafi leiks með marki Jóns Hilmar Kristinssonar. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís því Jón Haukur Haraldsson náði að jafna skömmu síðar. Jón skoraði síðan sitt annað mark úr aukaspyrnu og lagði upp það þriðja fyrir Sævar Gunnarsson áður en flautað var til leikhlés.

Skömmu eftir te bætti Eysteinn Sindri Elvarsson fjórða markinu við og öruggur sigur Sindramanna virtist í höfn. Leikmenn BN gáfust hins vegar ekki upp og Jón Hilmar bætti við tveimur mörkum fyrir Norðfirðinga og kom þeim inn í leikinn. Það fyrra skoraði hann eftir að hafa komist inn í sendingu til markmanns en það þriðja var öllu skrautlegra. Nezir Ohran, markvörður Sindra, bjó sig undir að taka útspark og skoppaði boltanum í jörðina áður en hann ætlaði að spyrna frá markinu. Jón Hilmar potaði hins vegar í boltann í loftinu og skoraði í autt markið og minnkaði muninn í eitt mark. Leikmenn beggja liða horfðu hver á annan en dómarinn dæmdi mark. L

eikurinn var skyndilega orðinn spennandi með óvæntri endurkomu Norðfirðinga. Fimm mínutum fyrir leikslok tryggði Sævar Gunnarsson Sindramönnum þó 5-3 sigur eftir góðan undirbúning Einars Smára Þorsteinssonar. Sigurinn var nokkuð sanngjarn og í raun aldrei í hættu þó BN hafi komið nokkuð á óvart og sýnt fína takta í sókninni.

Neisti D. 0-3 Fjarðabyggð
Sigurjón Egilsson skoraði 2 og Ingi Steinn Freysteinsson 1.

Skallagrímur 2 - 3 Afturelding
0-1 Einar Óli Þorvarðarson
1-1 Hilmar Þór Hákonarson
1-2 Einar Óli Þorvarðarson
2-2 Guðmundur Björn Þorbjörnsson (90)
2-3 Danislav Jevtic
Rauð spjöld: Einar Eyjólfsson og Hilmar Þór Hákonarson (Báðir Skallagrím), Torfi Geir Hilmarsson (Afturelding).

KA 4-1 KS/Leiftur
0-1 Sandor Forzis (40)
1-1 Hreinn Hringsson (63)
2-1 Sveinn Elías Jónsson (74)
3-1 Srdjan Tufegozic (88)
4-1 Sveinn Elías Jónsson

Vinir 1-2 Þór
1-0 Birgir Þór Þrastarson (12)
1-1 Ingi Hrannar Heimisson (64)
1-2 Ibra Jagne (90)

Tindastóll 3-0 Völsungur
1-0 Gísli Eyland Sveinsson (Víti) (17)
2-0 Gísli Eyland Sveinsson (Víti) (23)
3-0 Ebbe Nygaard (37)

Njarðvík 7-1 Kjalnesingar
1-0 Kristinn Örn Agnarsson (15)
2-0 Árni Þór Ármannsson (18)
3-0 Mikel Herrero Idigoras (25)
3-1 Davíð Páll Helgason (48)
4-1 Sverrir Þór Sverrisson (62)
5-1 Kristinn Örn Agnarsson (70)
6-1 Magnús Ólafsson (73)
7-1 Snorri Már Jónsson (79)

Athugasemdir
banner
banner
banner