Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 26. maí 2006 00:35
Anna Elvíra Þórisdóttir
Úrslit: 1. deildar kvenna B
Völsungsstelpur fagna sigri á Hetti í dag.
Völsungsstelpur fagna sigri á Hetti í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ásgeir Þór Ásgeirsson
Fyrsta umferð í B-riðlinum hófst í kvöld með tveimur leikjum. Höttur tók á móti Völsungi á Eiðum en Völsungur vann þann leik 2-1. Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir og Hafrún Olgeirsdóttir skoruðu fyrir Húsvíkinga sem voru þarna að leika sinn fyrsta leik í meistaraflokki kvenna á Íslandsmóti síðan árið 1993 en Aðalheiður Árnadóttir skoraði fyrir Hött.

Á Akureyri tóku nýliðarnir Magni á móti Fjarðabyggð. Spennandi var að sjá hvernig Magna liðið kæmi til leiks þar sem þetta er í fyrsta sinn sem Magni skráir kvennalið í meistaraflokki. Magni komu sterkar inn og unnu örugglega 7-1. Fjarðabyggð skoraði fyrsta markið en stuttu seinna komst Magni í sókn og náðu að skora.

Eftir það var ekki aftur snúið og náðu Fjarðabyggða stúlkur ekki að rífa sig upp en þær klúðruðu dýrmætu víti sem þær fengu í seinni hálfleik. Það verður því spennandi að sjá hvernig Magni standa sig í öðrum leikjum sumarsins
Athugasemdir
banner
banner
banner