Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. maí 2006 08:03
Hörður Snævar Jónsson
Simao Sabrosa falur fyrir tæpar 14 miljónir punda
Sabrosa fer hann á Anfield?
Sabrosa fer hann á Anfield?
Mynd: Getty Images
Simao Sabrosa leikmaður Benfica fær ekki að fara frá liðinu nema að greiddar verði fyrir hann litlar 13,7 miljónir punda. Sabrosa er nú ásamt félögum sínum í Portúgal á fullu að undirbúa sig fyrir HM. Hann hefur sterklega verið orðaður við Liverpool og var næstum búinn að ganga til liðs við þá í fyrrasumar.

Simao sem er 26 ára gamall er fyrirliði Benfica og félagið hefur trú á að hann vilji vera áfram á "Leikvangi Ljósins" eins og völlur þeirra er kallaður. Forseti félagsins Luis Filipe Vieira telur að hann megi þurfa að hlusta á tilboð í hann.

,,Simao (Sabrosa) er frábær leikmaður og við vonumst til að halda honum. Ég veit að hann er ánægður að halda ferli sínum áfram með okkur. Ef það kemur tilboð verðum við að hlusta á það. En ég get staðfest það að Simao fer ekki frá Benfica nema fyrir minnst 13.7 miljónir punda," sagði Vieria forseti Benfica.
Athugasemdir
banner
banner
banner