Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 04. júní 2006 22:06
Magnús Már Einarsson
Hollendingar Evrópumeistarar U-21 árs landsliða
Hollendingar fagna eftir leikinn í kvöld.
Hollendingar fagna eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Hollenska U-21 árs landsliðið varð í kvöld Evrópumeistari er liðið sigraði jafnaldra sína frá Úkraínu 3-0 í úrslitaleiknum á Do Besso vellilnum í Oporto í Portúgal.

Úkraínumenn áttu tvíegis skot í stöng áður en Nick Hofs sendi á markaskorarann Klaas-Jan Huntelaar frá Ajax og hann skoraði fyrsta markið á tíu mínútu.

Huntelaar sem rétt missti af sæti í landsliðshópi Hollendinga fyrir HM kom U-21 árs liðinu í 2-0 í kvöld með marki úr vítaspyrnu. Kenneth Vermeer markvörður Hollendinga þurfti nokkrum sinnum að verja vel áður en Hofs innsiglaði 3-0 sigur Hollendinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner