Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. júní 2006 19:29
Hafliði Breiðfjörð
HM 2006: Djibril Cisse illa fótbrotinn? (Myndband)
Mynd: Getty Images
Djibril Cisse framherji Liverpool er líklega illa fótbrotinn eftir að hafa meiðst eftir átta mínútna leik í æfingaleik Frakklands og Kína sem nú stendur yfir en um hálf klukkustund er liðin af leiknum.

Cisse lenti illa eftir aðeins átta mínútna leik og á sjónvarpsupptökum mátti sjá að hann hafði snúið illa upp á hægri fótinn.

Enn á eftir að koma í ljós formlega hversu alvarleg meiðslin eru en útlitið er ekki gott fyrst um sinn og jafnvel óttast að um svipað brot sé að ræða og þegar hann tvíbrotnaði á sköflungi í leik með Liverpool í október 2004.

David Trezeguet framherji Juventus leysti stöðu Cisse í framlínu Frakka.

Þetta gerist sama dag og Pape Diouf formaður Marseille kom til Liverpoool borgar til að ræða hugsanleg kaup á leikmanninum.

Myndband af atvikinu: Smellið hér
Athugasemdir
banner