banner
   lau 17. júní 2006 21:54
Magnús Már Einarsson
HM 2006: Þrjú rauð í jafntefli Ítala og Bandaríkjamanna
Ítalía 1 - 1 Bandaríkin
<b>Og það var rautt....</b> Jorge Larrionda sýnir Pablo Mastroen rauða spjaldið í leiknum í kvöld.
Og það var rautt.... Jorge Larrionda sýnir Pablo Mastroen rauða spjaldið í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
1-0 Alberto Gilardino (22)
1-1 Cristian Zaccardo (27)

Staðan í E-riðli er opin upp á gátt eftir leiki dagsins en öll liðin geta komist áfram. Bandaríkin byrjaði aðeins betur í síðari leik dagsins í riðlinum en það voru Ítalir sem komust yfir þegar að Alberto Gilardino kastaði sér fram og skallaði aukaspyrnu frá Francesco Totti í netið.

Fimm mínútum síðar jöfnuðu Bandaríkjamenn hins vegar metin þegar að Cristian Zaccardo skoraði slysalegt sjálfsmark. Hann ætlaði að sparka aukaspyrnu en hitti boltann illa og hann fór í hina áttina og í hans eigið mark. Skömmu síðar fékk Daniele de Rossi beint rautt spjald fyrir að gefa Brian McBride olnbogaskot og við það ákvað Marcelo Lippi þjálfara Ítala að stilla upp í 4-3-2 leikkerfi og setja Gennaro Gattuso inn á í stað Francesco Totti.

Á lokamínútu fyrri hálfleiks varð svo jafnt í liðum þegar að Pablo Mastroeni tók tveggja fóta tæklingu á Andrea Pirlo og fékk beint rautt spjald. Á upphafsmínútu síðari hálfleiks kom svo þriðja rauða spjaldið í leiknum en það fékk Eddie Pope eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald. Carlos Bocanegra var ekki langt frá því að skora sjálfsmark og Kasey Keller varði oft vel í marki Bandaríkjamanna.

DaMarcus Beasley náði að skora fyrir níu Bandaríkjamenn en markið var dæmt af þar sem McBride stóð í rangstöðu. Keller hélt áfram að verja og hann bjargaði frá Alessandro Del Piero af stuttu færi, lokatölur 1-1 og öll liðin í E-riðli geta komist áfram.


Ítalía: Buffon, Zaccardo (Del Piero 54), Nesta, Cannavaro, Zambrotta, Perrotta, Pirlo, De Rossi, Totti (Gattuso 35), Toni (Iaquinta 61), Gilardino.
Ónotaðir varamenn: Amelia, Barone, Barzagli, Camoranesi, Grosso, Inzaghi, Materazzi, Oddo, Peruzzi.

Bandaríkin: Keller, Cherundolo, Onyewu, Pope, Bocanegra, Dempsey (Beasley 62), Mastroeni, Reyna, Convey (Conrad 51), McBride, Donovan.
Ónotaðir varamenn: Albright, Berhalter, Ching, Hahnemann, Howard, Johnson, Lewis, O'Brien, Olsen, Wolff.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner