Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   fös 14. júlí 2006 08:56
Magnús Már Einarsson
Spurningakeppni Landsbankadeildarinnar: Valur - Víkingur
Baldur sigraði Davíð Þór og er kominn í úrslitin.
Baldur sigraði Davíð Þór og er kominn í úrslitin.
Mynd: Úr einkasafni
Baldur Þórólfsson fulltrúi Valsara er kominn í úrslitin í spurningakeppni Landsbankadeildarliðanna eftir að hann sigraði Davíð Þór Rúnarsson fulltrúa Víkings 6-5 í undanúrslitum en sá síðarnefndi játaði reyndar eftir keppnina að hafa svindlað aðeins.

,,Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Baldur eftir að hafa lagt Davíð Þór en þessi góði árangur í keppninni kemur honum sjálfum ekki á óvart. ,,Ég vissi alveg að ég væri sterkur enda mikill fótboltaáhugamaður þannig að ég bjóst alveg eins við þessu."

Hann mætir Guðmundi Steinarssyni (Keflavík) eða Fjalari Þorgeirssyni (Fylki) í úrslitum en þeir eigast við í undanúrslitum í næstu viku. ,,Ég hef ekki fylgst nógu vel með Fjalari en ég sá Guðmund sterkan þarna einu sinni þannig að ég spái honum sigri og það verður mjög strembin viðureign," sagði Baldur að lokum.

Eins og fyrr segir játaði Davíð Þór að hafa svindlað aðeins í keppninni en hann skammaðist sín ekki fyrir tapið gegn Baldri. ,,Ég skammast mín ekkert. Steinþór (Gíslason í Val) sagði mér að þessi drengur vissi allt sem viðkemur fótbolta og hann sagðist hafa spurt hann einu sinni hvað kona hægri bakvarðarins í Empoli á Ítalíu héti og að hann hefði vitað það þannig að það er
enginn skömm af þessu,"
sagði Davíð og játaði í kjölfarið svindlið.

,,Plús það þá voru svindlmennirnir mínir ekki að standa sig. Úps ég kjaftaði af mér, ég notaði svindlmenn. Í fyrri leiknum hjálpaði Hörður Bjarna mér. Hann klúðraði fjórum réttum svörum fyrir mér sem hann sagði mér að breyta sem ég var búinn að svara."

,,Í seinna skiptið hjálpaði Jón Guðbrandsson mér en hann sagði að Höddi væri svo heimskur og vissi ekkert um fótbolta. Hann breytti þremur svörum í röng fyrir mig og hann sagði meðal annars að Hofsós væri bær í Eistlandi og að þeir ættu að mæta FH. Boðskapur dagsins er sá að það borgar sig ekki að svindla, sérstaklega ekki ef þú ert með tvo grautarhausa í liði," sagði Davíð Þór að lokum og hló en við skulum kíkja á keppnina hjá honum og Baldri.

Undirstrikuð svör eru rétt.


1. Hvernig fór síðasti leikur Helenu Ólafsdóttur sem landsliðsþjálfari kvenna?
Baldur: 3-0 tap
Davíð: 10-0 sigur
Rétt svar: 2-1 tap gegn Norðmönnum

2. Með hvaða liði leikur Alfreð Elías Jóhannsson fyrrum leikmaður Grindvíkinga?
Baldur: GG
Davíð: Leikur með og þjálfar GG

3. Hvaða félagslið átti flesta leikmenn á HM?
Baldur: Chelsea
Davíð: Chelsea
Rétt svar: Arsenal

4. Hver er markahæstur í 1.deild karla eins og er?
Baldur: Helgi Sigurðsson
Davíð: Jón Þorgrímur Stefánsson
Rétt svar: Pétur Örn Svansson

5. Nefndu þau þrjú meistaraflokkslið sem Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK hefur þjálfað á Íslandi?
Baldur: HK, Hött og Fjarðabyggð
Davíð: HK, Leiftur/Dalvík og Leiknir Fáskrúðsfirði

6. Hvenar urðu Ítalir fyrst heimsmeistarar?
Baldur: 1936
Davíð: 1982
Rétt svar: 1934

7. Hvaða liði mætir FH ef það slær TVMK Tallin út í undankeppni Meistaradeildarinnar?
Baldur: Hearts
Davíð: Neisti Hofsósi, áfram Neisti!
Rétt svar: Legia Varsjá

8. Linoel Scaloni var í láni hjá West Ham síðari hluta síðustu leiktíðar. Hvaða lið lánaði hann til Englands?
Baldur: Deportivo La Coruna
Davíð: United

9. Hverjir unnu 2.deild karla á Íslandi árið 2005?
Baldur: Leiknir
Davíð: Leiknir Reykjavík

10. Hvernig fór úrslitaleikur HM 1958 og hvaða lið mættust?
Baldur: Brasilía vann Svíþjóð 4-1
Davíð: Brasilía vann Svíþjóð 1-0
Rétt svar: Brasilía vann Svíþjóð 5-2

11. Hjá hvaða liði er hollenski landsliðsmaðurinn Denny Landzaat á mála?
Baldur: AZ Alkmaar
Davíð: AZ Alkmaar

12. Indriði Sigurðsson er á förum frá belgíska liðinu Genk. Með hvaða liði lék hann áður en hann fór til belgíska liðsins?
Baldur: Lilleström
Davíð: Lilleström

13. Hverjir urðu tyrkneskir meistarar síðastliðið vor?
Baldur: Besiktas
Davíð: Fenerbache
Rétt svar: Galatasaray

14. Hverjir urðu fyrstu deildabikarmeistarar karla á Íslandi?
Baldur: KR-ingar
Davíð: Ég skýt á FH
Rétt svar: ÍA

15. Frá hvaða landi er dómarinn Benito Archundia?
Baldur: Mexíkó
Davíð: Perú


Aðrar keppnir:

Valur 6 - 5 Víkingur
Fylkir 10 - 8 Breiðablik
Valur 6 - 2 ÍA
Víkingur R. 4 - 2 ÍBV
Keflavík 9 - 8 Grindavík
Breiðablik 8 - 6 KR
Valur 9 - 6 FH
Athugasemdir
banner
banner
banner