Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. júlí 2006 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Sigþór Júlíusson í KR (Staðfest)
Sigþór í leik með Valsmönnum síðasta sumar.
Sigþór í leik með Valsmönnum síðasta sumar.
Mynd: Boltamyndir
Sigþór Júlíusson er genginn til liðs við KR á ný en þetta staðfesti Jónas Kristinsson formaður KR Sport í samtali við Fótbolta.net í morgun. Sigþór hafði leikið með Völsungi á Húsavík á leiktíðinni í láni frá Val en hann var samningsbundinn Val út tímabilið.

Jónas sagði þetta hafa komið óvænt upp í gær og hafi verið klárað undir miðnætti í gær. KR náði samkomulagi við Val um kaupverð á Sigþóri og var gengið frá því í gær.

Sigþór er alinn upp hjá Völsungi og lék þar alla yngri flokkana og hefur einnig leikið áður með meistaraflokki félagsins. Hann hefur einnig leikið með KA, KR og nú síðast Val en hann varð Íslandsmeistari með KR og bikarmeistari með Val í fyrra.

Hann lék sex leiki með Völsungi í 1. deildinni í sumar en náði ekki að skora. Hann lagði hinsvegar upp og til að mynda öll leikin í 4-1 sigri á ÍR.

Sigþór er kominn með leikheimild með KR og gæti orðið með liðinu sem mætir Fylki í Landsbankadeildinni klukkan 19:15 en KR-ingar eru í smá vandræðum með miðjuna því Bjarnólfur Lárusson og Mario Cižmek eru í leikbanni í kvöld.

Þá mun Indriði Sigurðsson væntanlega fá leikheimild með KR í dag.

Félagaskipti dagsins
Athugasemdir
banner
banner
banner