Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 11. ágúst 2006 16:25
Magnús Már Einarsson
Molde með tilboð í Marel Baldvinsson
Marel í baráttu við Pálma Haraldsson leikmann ÍA.
Marel í baráttu við Pálma Haraldsson leikmann ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti G. Hjartarson
Molde sem er í næstneðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar hefur gert tilboð í Marel Jóhann Baldvinsson sóknarmann Breiðabliks. Marel hefur leikið vel með Blikum í sumar síðan hann kom til liðsins frá Lokeren í vetur en hann er nú markahæstur í Landsbankadeildinni með ellefu mörk í þrettán leikjum og skoraði hann tvívegis úr vítaspyrnum í 4-2 tapi Blika gegn Grindavík í gær.

Norska liðið vantar markaskorara þar sem Rob Friend var seldur til Heerenveen og Öyvind Gram mun ekki leika meira með liðinu á tímabilinu vegna náms.

Marel hætti í atvinnumennsku vegna hnémeiðsla sem gerðu það að verkum að hann getur ekki æft eins mikið og atvinnumannaliðin gera. Molde hefur samt áhuga á Marel þrátt fyrir að hann geti ekki æft eins mikið og liðið gerir. ,,Ég var búinn að heyra í einhverjum þarna og segja honum að ég geti ekki æft eins og þeir æfa. Maður veit hvernig þeir æfa út af því að maður hefur verið þarna úti sjálfur. Þeir virðast samt sem áður hafa áhuga," sagði Marel við Fótbolti.net í dag.

,,Maður er samt slakur yfir þessu, ef þeir vilja gera eitthvað þá verða þeir að heyra í Blikunum," sagði Marel að lokum við Fótbolti.net.

Stjórnarformaður Molde vildi ekki tjá sig um málið við fjölmiðla þar í landi í dag en segir að félagið vinni nú hörðum höndum við það að landa nýjum framherja sem allra fyrst.
Athugasemdir
banner
banner