Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 21. ágúst 2006 20:04
Hafliði Breiðfjörð
Garðar Jóhannsson á leið til Fredrikstad
Garðar Jóhannson í sínum síðasta leik með Val, gegn Víkingum í gærkvöld.  Hann lék fjóra leiki með Val, þar af tvö gegn Víkingum.
Garðar Jóhannson í sínum síðasta leik með Val, gegn Víkingum í gærkvöld. Hann lék fjóra leiki með Val, þar af tvö gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Garðar Jóhannson framherji Valsmanna er á leið í raðir norska félagsins Frederiksstad en félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð á honum. Garðar staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net nú í kvöld en hann sagði að sér hafi verið tilkynnt um þetta í dag.

Hann mun líklega skrifa undir samning til þriggja og hálfs árs við norska félagið í kvöld eða á morgun. Hann fer svo utan á miðvikudag og hefur því væntanlega leikið sinn síðasta leik fyrir Val.

Garðar gerði því stutt stopp hjá Val því þeir rauðklæddu keyptu hann frá KR 21. júlí síðastliðinn. Tveimur dögum síðar skoraði hann í sínum fyrsta leik fyrir Val gegn Víkingum í VISA-bikarnum.

Hann skoraði svo þrennu í öðrum leik gegn ÍBV í Landsbankadeildinni 31. júlí. Hann lék einnig með Val gegn ÍA og Víkingi í deildinni og spilaði því 4 leiki með liðinu og skoraði í þeim 4 mörk.

Garðar er 26 ára gamall hafði spilað níu leiki með KR í Landsbankadeildinni í sumar án þess að skora en hann náði sér ekki á strik með KR.

Garðar er fimmti leikmaðurinn sem Valur selur á árinu. Fyrst fór Bjarni Ólafur Eiríksson til Silkeborg, þá fór Garðar Gunnlaugsson til Norrköping, svo Sigþór Júlíusson til KR og Ari Freyr Skúlason til Häcken.
Athugasemdir
banner
banner
banner