Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 22. ágúst 2006 07:31
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Mark Duffield (400.leikja maðurinn)
Mark Duffield (til vinstri) í leik gegn Tindastóli í sumar.
Mark Duffield (til vinstri) í leik gegn Tindastóli í sumar.
Mynd: Valgeir Kárason
Tvisvar í viku sýnir nýr leikmaður á sér hina hliðina. Að þessu sinni er það Mark Duffield sem lék sinn 400.deildarleik á Íslandsmótinu um síðustu helgi þegar hann spilaði með Neista gegn Kára í þriðju deildinni.

Mark hefur spilað í öllum deildum Íslandsmótsins og er langleikjahæstur þar frá upphafi en hann hóf ferilinn í meistaraflokki árið 1979. Við skulum kíkja á hina hliðina á Mark sem lék með mörgum félögum í gegnum tíðina, þó mest með KS en þess má geta að neðst eru þrjár aukaspurningar sem eru ekki vanalega í hinni hliðinni.


Fullt nafn: Anton Mark Duffield

Gælunafn: Duffield

Aldur: 42

Giftur/sambúð: Giftur, Mundínu Bjarnadóttur

Börn: Tinna Mark fædd 1985, Bjarni Mark fæddur 1995

Hvað eldaðir þú síðast? Kann ekki að elda

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Alveg sama

Hvernig gemsa áttu? Gamlan Nokia

Uppáhaldssjónvarpsefni? Íþróttir

Besta bíómyndin? RAMBO

Hvaða tónlist hlustar þú á? Bubba

Uppáhaldsútvarpsstöð? Bylgjan

Uppáhaldsdrykkur? Vatn

Uppáhaldsvefsíða? Fótbolti.net

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? Já, bursta alltaf skóna fyrir leik.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Hirða af honum boltann :)

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Það er ekki til

Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Pele

Erfiðasti andstæðingur? Engin

EKKI erfiðasti andstæðingur? Ólafur Þórðarson (var svo léttur á æfingum)

Besti samherjinn? Hafþór, Baldur og Höddi “rauði” og allir hinir sem ég hef spilað með.

Sætasti sigurinn? Leikur nr. 222 :)

Mestu vonbrigði? Leikur nr. 223

Uppáhalds lið í enska boltanum? ARSENAL

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Henry

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Bjarni Mark

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Hef ekki skoðun á því

Fallegasta knattspyrnukonan? Dóttir mín, Tinna Mark leikmaður mfl.Stjörnunnar Garðabæ.

Grófasti leikmaður deildarinnar? Eftir að Hörður Bjarna KSingur hætti er ekki til grófur leikmaður :)

Besti íþróttafréttamaðurinn? Þeir eru allir ágætir

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Svarið er í spurningunni á undan

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Óskar leikmaður Neista

Hefurðu skorað sjálfsmark? Já, mörg

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar við KS ingar létum senda Magnúsi Jónssyni fyrrverandi þjálfara ÍR og markmaður KS í mörg ár PIZZU í miðjum æfingaleik og hann stóð með pizzuna í annari hendi og vissi ekki hvað hann átti að gera.

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Í Færeyjum með mfl. Þrótti Nes. 1979

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Mjög góð síða

Kíkir þú oft á Fótbolti.net?

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Skylda að bera virðingu fyrir gömlum mönnum og dómurum í leik :)

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Bubba

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Ekkert

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Skíðasvæði Siglfirðinga og aðrir fjallgarðar í kringum Siglufjörð.

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Enga stund er sannkallaður morgunhani

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Get ekki gert upp á milli

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já, nánast öllu

Hver er uppáhalds platan þín? Kona, með Bubba

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ólafsfirði KS/Leiftur -Selfoss

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? PUMA KING s.l. 20 ár.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Dönsku

Eftirminnilegasti leikur? Neisti – Kári leikur nr. 400

Eftirminnilegasti samherji? Hafþór Kolbeinsson og flestir aðrir sem ég hef spilað með

Eftirminnilegasti mótherji? Hef spilað á móti mörg hundruð leikmönnum þeir eru allir eftirminnilegir á sinn hátt.
Athugasemdir