Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. ágúst 2006 23:59
Hafliði Breiðfjörð
Landsleikur: Meirihluta miða ráðstafað áður en sala hófst
Frá leik Íslands og Spánar í síðustu viku.
Frá leik Íslands og Spánar í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Miðasala hófst nú eftir hádegið á landsleik Íslands og Danmerkur sem fer fram á laugardalsvelli miðvikudaginn 6. september næstkomandi. Athygli vakti að við upphaf miðasölu var þegar búið að selja mjög mikið magn miða og flest sæti sem margir myndu telja að væru góð sæti voru þegar frátekin.

Í gömlu stúkuna sem nú er verið a endurbyggja og hýsir einnig búningsklefana við Laugardalsvöll voru á fjórða tug sæta laus í D og F hólf þegar miðasala hófst og rúmlega 100 sæti í B hólf en flest sæti voru laus í nýju endana tvo á þeirri stúku sem merkjast með A og I.

Í nýrri stúkuna sem er oft kölluð Sýnar stúkan vegna auglýsingar sem er í sætum hennar var einnig búið að selja flesta bestu miðana. Í hólfunum tveimur fyrir miðri stúku voru rúmlega 100 sæti laus en einnig hægt að fá sæti í neðri hlutum T, S og R hólfa, 150 sæti í hverju hólfi. Hólf L er alveg laust.

Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ sagði í samtali við Fótbolta.net í dag að um 4000 miðar hafi farið í sölu á Midi.is í dag en aðrir miðar fari til samstarfsaðila, handhafa skirteina, erlendis auk þess sem selt er til fyrirtækja. Samtals eru sæti fyrir 9800 manns við Laugardalsvöll en ekki má selja í stæði á leikinn. Því eru 5800 miðar sem ekki fara í almenna sölu.

Hann sagði að fyrirtæki hefðu kost á að kaupa miða í hundruða tali áður en almenn miðasala hefst og sagði ekki til standa að breyta því þannig að miðarnir færu í sölu til fyrirtækja og einstaklinga á sama tíma aðspurður hvort ekki væri réttara að gera slíkt til að gæta jafnræðis. Hann benti einnig á að öll sæti á Laugardalsvelli teldust nú betri sæti eftir að búið væri að breyta gömlu stúkunni og fjarlægja súlur og slíkt.

Miðaverð á leikinn er öllu hærra en á leikinn gegn Spánverjum í síðustu viku en forsöluverð á sæti úr rauðu svæði eru 2000 krónum hærri. Voru á 2500 krónur gegn Spánverjum en hækka í 4500 gegn Danmörku. Sæti í bláu svæði hækka líka, úr 2500 krónum gegn Spáni og í 4000. Í grænu svæði hækkar miðinn úr 1000 krónum í 1500.

Hér að neðan má sjá hvernig sirka staðan var á seldum miðum við upphaf miðasölu í dag.

Eldri stúkan með nýju endunum:
A: Flest sæti laus
B: Rúmlega 100 sæti laus
C: Ekkert sæti laust
D: 16 sæti laus
E: Ekkert sæti laust
F: 16 sæti laus
G: Ekkert sæti laust
H: Ekkert sæti laust
I: Flest sæti laus

Nýrri stúkan:
T: 150 sæti laus
S: 150 sæti laus
R: 150 sæti laus
P: Ekkert sæti laust
O: 50 sæti laus
N: Rúmlega 50 sæti laus
M: Ekkert sæti laust
L: Öll sæti laus
K: Ekkert sæti laust
J: Ekkert sæti laust

Hafliði Breiðfjörð
Athugasemdir
banner
banner
banner