Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. september 2006 13:35
Hafliði Breiðfjörð
Landsbankadeild 1/12: Skemmtilegasti og erfiðasti völlurinn
Leikmönnum deildarinnar finnst skemmtilegast að spila á KR velli
Leikmönnum deildarinnar finnst skemmtilegast að spila á KR velli
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Erfiðast er að spila á Akranesvelli samkvæmt leikmönnunum.
Erfiðast er að spila á Akranesvelli samkvæmt leikmönnunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Landsbankinn
Meirihluti leikmanna Landsbankadeildarinnar segir að skemmtilegast sé að spila á KR-velli fyrir utan sinn eigin heimavöll en erfiðast sé að leika á heimavelli ÍA, Akranesvelli. Þetta kemur fram í könnun sem Fótbolti.net framkvæmdi meðal leikmanna deildarinnar í vor þegar mótið var að byrja.

Flestir þekkja það hversu erfitt það getur verið að sækja stig á Akranesvöll en 27% leikmanna deildarinnar segja að erfiðast sé að spila þar. Næst erfiðast er að spila á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Þrátt fyrir þessar niðurstöður hafa þessi tvö lið átt hvað mest erfitt uppdráttar í deildinni í ár og verma tvö neðstu sætin.

Skagamenn hafa tapað fjórum af átta leikjum heima en ÍBV hafa tapað þremur af átta á Hásteinsvelli. Hvort um sig hefur gert eitt jafntefli á heimavelli í sumar.

Á KR-velli myndast jafnan góð stemmning en 54% leikmanna deildarinnar segja að skemmtilegast sé að spila þar og þá eru leikmenn KR ekki taldir með því spurningin var hvar er skemmtilegast að leika fyrir utann þinn heimavöll.

Næst skemmtilegasti völlurinn er svo þjóðarleikvangur okkar í Laugardalnum, 16% nefndu hann.

Á hvaða velli er erfiðast að leika ?
Akranesvelli 27%
Hásteinsvelli 20%
Frostaskjóli 16%
Kaplakrika 14%
Keflavíkurvelli 9%
Aðrir 14%

Á hvaða velli er skemmtilegast að leika fyrir utan þinn heimavöll?
Frostaskjóli 54%
Laugardalsvelli 16%
Kaplakrika 9%
Hásteinsvelli 6%
Akranesvelli 5%
Keflavíkurvelli 4%
Víkin 4%
Aðrir 2%

Í maí 2006 lagði Fótbolti.net könnun fyrir alla leikmenn Landsbankadeildarinnar. Svarhlutfallið var mjög gott því 175 leikmenn deildarinnar svöruðu könnuninni. Nú höfum við unnið úr niðurstöðum könnunarinnar og á næstu dögum munum við birta daglega fróðlegar upplýsingar sem þar komu fram. Klukkan 12:00 á hádegi alla daga fram að lokaumferð deildarinnar 23. september mun birtast hér á síðunni nýr moli úr könnuninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner