Frakkinn Thierry Henry sem er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Arsenal kom öllum á óvart þegar hann sagði við fréttamenn að hann elskaði stuðningsmenn Liverpool og ef hann myndi einhvern tíma leika fyrir annað lið en Arsenal á Englandi þá kæmi Liverpool bara til greina.
Þetta sagði Henry þegar verkefnið Impact Art var sett í gang en með því er hugað að alvarlega veiku ungu fólki sem telst orðið fullorðið.
,,Ég gæti aldrei spilað fyrir annað enskt félag eftir að hafa verið svona lengi hjá Arsenal en, kannski, ef það væri einhvern tíma annað lið, þá yrði það Liverpool," sagði Henry.
,,Ég segi þetta því ég hefði elskað að spila með Steven Gerrard og líka því ég elska stuðningsmenn þeirra. Það er eitthvað sérstakt við Anfield sem er undursamlegt, þegar ég sé The Kop með treflana í loftinu syngjandi, You´ll Never Walk Alone, þá er það frábært."
Athugasemdir