Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 05. október 2006 16:28
Magnús Már Einarsson
Lið ársins í 2.deild 2006
Nú síðdegis var lið ársins í 2.deild karla opinberað á Broadway, Hótel Íslandi. Fótbolti.net fylgdist vel með 2.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins auk efnilegasta leikmanninum.




Markvörður:
Albert Sævarsson (Njarðvík)

Varnarmenn:
Kristinn Björnsson (Njarðvík)
Haukur Ingvar Sigurbergsson (Fjarðabyggð)
Andri Hjörvar Albertsson (Fjarðabyggð)
Gestur Gylfason (Njarðvík)

Miðjumenn:
Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR)
Guðni Erlendsson (Njarðvík)
Ólafur Ívar Jónsson (Reynir Sandgerði)
Sverrir Þór Sverisson (Njarðvík) - Var einnig í liði ársins 2005

Sóknarmenn:
Jeppe Opstrup (Huginn)
Adolf Sveinsson (Reynir Sandgerði)



Varamannabekkur:
Srdjan Rajkovic (Fjarðabyggð), markmaður
Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð), varnarmaður
Grétar Örn Ómarsson (Fjarðabyggð), miðjumaður
Marteinn Guðjónsson (Njarðvík), miðjumaður
Ragnar Hauksson (KS/Leiftur), sóknarmaður

Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Stefán Logi Magnússon (KS/Leiftur), Kjartan Páll Þórarinsson (ÍR), Christopher Mccluskey (Reynir S.)
Varnarmenn: Sandor Zoltan Forizs (KS/Leiftur), Hjörtur Fjeldsted (Reynir S.), Gunnar Davíð Gunnarsson (Reynir S.), Bjarni Sæmundsson (Njarðvík), Sreten Djurovic (Völsungur), Tómas Arnar Emilsson (Huginn), Andrew James Pew (Selfoss), Dean Craig (Selfoss), Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð), Snorri Már Jónsson (Njarðvík), Þórarinn Máni Borgþórsson (Afturelding), Anton Ástvaldsson (Afturelding), Halldór Hermann Jónsson (Fjarðabyggð), Frans Elvarsson (Sindri), Arnaldur Smári Stefánsson (ÍR), Sindri Ragnarsson (Sindri), Ingi Steinn Freysteinsson (Fjarðabyggð), Ernest Essombe (ÍR), Gunnar Rafn Borgþórsson (Afturelding), Jakob Hallgeirsson (ÍR), Ómar Valdimarsson (Selfoss).
Miðjumenn: Rafn Markús Vilbergsson (Njarðvík), Guðmundur Gísli Gunnarsson (Reynir S.), Marjan Cekic (Fjarðabyggð), Hallgrímur Jóhannsson (Selfoss), Hafsteinn Ingvar Rúnarsson (Reynir S.), Róbert Ragnar Skarphéðinsson (Völsungur), Hafsteinn Friðriksson (Reynir S.) Atli Heimisson (Afturelding), Guðmundur Pétursson (ÍR), Guðmundur Óli Steingrímsson (Völsungur), Mikel Herrero (Njarðvík), William Geir Þorsteinsson (KS/Leiftur), Brynjólfur Bjarnason (ÍR), Seval Zahirovic (Sindri), Jóhann Ingi Jóhannsson (Fjarðabyggð), Kristján Ari Halldórsson (ÍR), Einar Guðnason (Völsungur), Arilíus Marteinsson (Selfoss), Liam Manning (Selfoss).
Sóknarmenn: Elmar Dan Sigþórsson (Fjarðabyggð), Eyþór Guðnason (Njarðvík), Aron Már Smárason (Njarðvík), Steingrímur Jóhannesson (Selfoss), Ingþór Jóhann Guðmundsson (Selfoss), Andri Valur Ívarsson (Völsungur).




Þjálfari ársins: Þorvaldur Örlygsson, Fjarðabyggð
Þorvaldur tók við Fjarðabyggð síðastliðið haust og stýrði liðinu til sigurs í annarri deildinni í sumar. Fjarðabyggð var með gríðarlega sterkan heimavöll, sigraði átta leiki og gerði eitt jafntefli en liðið endaði með 44 stig alls í deildinni, tíu stigum frá því að vera með fullt hús. Þorvaldur er að gera góða hluti fyrir Austan og verður spennandi að fylgjast með Fjarðabyggð í fyrstu deildinni að ári.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Gunnar Oddsson (Reynir S.), Helgi Bogason (Njarðvík), Ólafur Ólafsson (Afturelding), Brynjar Þór Gestsson (ÍR).

Leikmaður ársins: Gestur Gylfason, Njarðvík
Gestur sem er mikill reynslubolti gekk til liðs við Njarðvíkinga síðastliðinn vetur eftir að hafa síðast verið hjá Keflavík en hann hefur leikið í mörg ár í efstu deild. Gestur sem er orðinn 37 ára lék sextán leiki í annarri deildinni í sumar og vóg reynsla hans þungt í að hjálpa Njarðvík að enda í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Fjarðabyggð sem þýðir að liðið leikur í fyrstu deild á næsta tímabili.

Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Andri Hjörvar Albertsson (Fjarðabyggð), Albert Sævarsson (Njarðvík), Jeppe Opstrup (Huginn), Srdjan Rajkovic (Fjarðabyggð) Ólafur Ívar Jónsson (Reynir S.), Adolf Sveinsson (Reynir S.), Sverrir Þór Sverrisson (Njarðvík), Sindri Ragnarsson (Sindri), Elmar Dan Sigþórsson (Fjarðabyggð).

Efnilegasti leikmaðurinn: Atli Heimisson, Afturelding
Atli sem er nítján ára gamall er kant og sóknarmaður. Hann lék ellefu leiki í annarri deildinni í sumar og skoraði í þeim fimm mörk auk þess að leggja þau nokkur upp. Á síðasta ári lék Atli einnig ellefu leiki og þá skoraði hann sjö mörk en spennandi verður að fylgjast með þessum efnilega leikmanni á næstu árum.

Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Kristinn Björnsson (Njarðvík), Kristján Ari Halldórsson (ÍR), Grétar Örn Ómarsson (Fjarðabyggð), Halldór Fannar Júlíusson (Völsungur), Aron Bjarki Jósepsson (Völsungur), Frans Elvarsson (Sindri), Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð), Sigurbjörn Hafþórsson (KS/Leiftur), Guðmundur Óli Steingrímsson (Völsungur), Sveinbjörn Jónasson (Huginn).



Ýmsir molar:

  • Hörð samkeppni var í valinu á besta manni deildarinnar og tíu leikmenn fengu atkvæði.


  • Samkeppnin var ekki minni í valinu á efnilegasta leikmanninum þar sem ellefu leikmenn fengu atkvæði, en alls voru tuttugu atkvæði í pottinum.


  • Alls fengu 25 varnarmenn atkvæði í lið ársins.


  • Fjarðabyggð sem sigraði deildina er með tvo leikmenn í liðinu, þrjá leikmenn á bekknum sem voru nálægt því að komast í liðið og þá var Þorvaldur Örlygsson valinn besti þjálfarinni.


  • Njarðvíkingar eiga fimm leikmenn í liði ársins og einn á bekknum.




Smellið hér til að skoða lokastöðuna í 2.deildinni

Smellið hér til að sjá lið ársins í 2.deild 2005

Smellið hér til að sjá tölfræðiupplýsingar úr deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner