Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. október 2006 17:37
Magnús Már Einarsson
Eysteinn Húni Hauksson í Hött
Spilar líklega með Grindavík næsta sumar
Eysteinn Húni Hauksson (til hægri) spilar væntanlega áfram með Grindavík.
Eysteinn Húni Hauksson (til hægri) spilar væntanlega áfram með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson miðjumaður Grindvíkinga verður væntanlega áfram hjá félaginu næsta sumar þrátt fyrir að hafa fengið boð um að koma á heimaslóðir og þjálfa og spila með Hetti í annarri deild. Hann hefur hins vegar ákveðið að taka handboltaskóna af hillunni og mun hann spila með handboltaliði Hattar í 1.deild karla á föstudagskvöldið.

,,Það er eiginlega alveg öruggt að ég verði í Grindavík, ég vil taka þátt í því að rétta hlut Grindavíkur. Ég var búinn að fá mjög freistandi tilboð að þjálfa og spila í mínum heimabæ og taka við góðu búi sem Gunnlaugur Guðjónsson er að skila af sér," sagði Eysteinn Húni við Fótbolti.net í dag en hann hefur komið víða við á ferlinum og lék meðal annars í Hong Kong áður en hann kom til Grindvíkinga árið 2002.

Í sumar skoraði hann eitt mark í átján leikjum í Landsbankadeildinni en hann hefur eins og fyrr segir ákveðið að dusta rykið af handboltaskónum eftir að hafa ekki leikið þar af krafti í sextán ár.

Þegar Fótbolti.net spurði hinn 32 ára Eystein að því hvað væri langt síðan hann hefði verið í handbolta sagði hann: ,,Ég fór ekki að pæla í þessu síðan ég var spurður að þessu í dag. Það eru sextán ár síðan að ég spilaði síðast búningaleik. Ég tek alltaf á Jólunum einn leik. Brottfluttir á móti heimamönnum á Egilsstöðum á Jólunum."

Eysteinn sem spilar í vinstra horni í handboltanum segist þó einungis vera að spila einn leik þar með Hetti núna vegna manneklu hjá liðinu. ,,Ég vona að það verði ekki svona mikil mannekla og að þetta verði eini leikurinn," sagði hinn geðþekki Eysteinn að lokum en hann mun eins og fyrr segir að öllum líkindum leika með Grindavík næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner