Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 23. október 2006 18:50
Þórður Már Sigfússon
Kristján Örn: Ég mun skoða mín mál í jólafríinu
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Kristján Örn Sigurðsson og aðrir leikmenn Brann eru í sárum í dag eftir að hafa tapað 1-3 fyrir Rosenborg á heimavelli í toppslag norsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi. Brann eru því 6 stigum á eftir Rosenborg þegar tvær umferðir eru eftir og Þrándheimarfélagið er því komið með 9 fingur á dolluna.

Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð Kristjáns hjá Brann á síðustu vikum og ekki loku fyrir það skotið að hann vilji reyna fyrir sér í öðru landi á næsta ári.

Samningur Kristjáns við Brann rennur út næsta haust en mörg félög hafa verið að bera víurnar í hann upp á síðkastið eftir frábæra frammistöðu með liðinu á yfirstandandi leiktíð. Útsendarar enska úrvalsdeildarliðsins Reading fylgdust með Kristjáni í landsleiknum gegn Svíum fyrir tveimur vikum og er allt eins búist við því að félagið muni gera Brann tilboð í leikmanninn í janúar. Þá mun eitt enskt fyrstu deildar félag og eitt belgískt úrvalsdeildarlið vera með hann undir smásjánni.

Krisján sagði í samtali við norska vefmiðilinn Bergens Tidene í dag að hann hafi lítið sem ekkert hugsað út í þessar vangaveltur en hann muni nota jólafríið til þess að taka ákvörðun um framtíðina.

,,Ég hef ekki hugsað út í þessi mál ennþá. Ég ætla mér að nota jólafríið til þess, en mér líður frábærlega hér í Björgvin,” sagði Kristján Örn við Bergens Tidene.
Athugasemdir
banner
banner
banner