Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 09. janúar 2007 14:59
Magnús Már Einarsson
Eggert Magnússon: Við höfum ekki boðið í Ljungberg
Eggert Magnússon.
Eggert Magnússon.
Mynd: Getty Images
Fredrik Ljungberg kantmaður Arsenal var í morgun orðaður við West Ham í enskum blöðum eins og kom fram í slúðurpakkanum. Eggert Magnússon stjórnarformaður West Ham segir hins vegar að ekkert til í þessum fréttum.

,,Við höfum ekki boðið í Ljungberg," sagði Eggert við Fótbolti.net í dag. Enska pressan hefur verið dugleg við að orða leikmenn við West Ham og í gær sagði Sky að Shaun-Wright Phillips kantmaður Chelsea hefði hafnað West Ham en Eggert neitaði þeim sögusögnum í gærkvöldi.

West Ham fékk í gærkvöldi miðjumanninn Nigel Quashie frá WBA. Áður hafði félagið krækt í Luis Boa Morte frá Fulham en að sögn Eggerts eru fleiri leikmenn jafnvel væntanlegir til West Ham áður en að félagaskiptaglugginn lokar.
Athugasemdir
banner