Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 11. janúar 2007 15:07
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Reuters 
David Beckham fer til LA Galaxy í sumar! (Staðfest)
Mynd: Getty Images
David Beckham mun hætta hjá Real Madrid í sumar og ganga til liðs við LA Galaxy í bandarísku deildinni en Reuters fréttastofan greindi frá því nú rétt í þessu.

Beckham sem er 31 árs gamall mun gera fimm ára samning við bandaríska félagið. Hann staðfesti það sjálfur í samtali við Reuters í dag.

Beckham gekk í raðir Real Madrid frá Manchester United í júní 2003. Hann verður nú frægasti leikmaðurinn sem fer í bandarísku Ofurdeildina, MLS (Major League Soccer) síðan hún hóf göngu sína árið 1996.

,,Í vikunni bað Real Madrid mig um að taka ákvörðun um framtíð mína og mér bauðst að framlengja samningi mínum um tvö tímabil til viðbótar," sagði Beckham við Reuters.

,,Eftir að hafa rætt nokkra möguleika við fjölskyldu mína og ráðgjafa, að vera annað hvort áfram í Madríd eða að ganga til liðs við stórt breskt eða evrópskt lið, hef ég ákveðið að ganga til liðs við LA Galaxy og spila í MLS frá ágúst mánuði á þessu ári."
Athugasemdir
banner
banner