Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fim 11. janúar 2007 17:41
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Reuters | BBC 
Beckham í nýju sjónvarpsviðtali frá LA Galaxy
David Beckham ásamt eiginkonu sinni, Victoria Beckham.
David Beckham ásamt eiginkonu sinni, Victoria Beckham.
Mynd: Getty Images
David Beckham kom fram í sjónvarpsviðtali nú rétt í þessu og ræddi um félagaskiptin sín til LA Galaxy í Bandaríkjunum en það var félagið sem sendi viðtalið frá sér til fjölmiðla. Ummæli Beckham úr viðtalinu má sjá hér að neðan.

,,Það er komin ný áskorun og það er rétti tíminn fyrir okkur að takast á við hana. Ég vildi ekki fara þangað út 34 ára gamall og þá hefði fólk snúið sér við og sagt, 'hann er að fara þangað útaf peningunum.' Það er ekki það sem ég er að fara hingað að gera."

,,Ég er vonandi að fara að byggja upp félag og lið sem hefur mikla hæfileika. Ég held að það sé það sem gerir mig spenntastan fyrir þessu. Eftirsjá? Nei, ég hef aldrei séð eftir neinu allt mitt líf og ferilinn og hef aldrei viljað það."

,,Ég fór til Real Madrid árið 2003. Ég verð að segja takk við Florentino Perez fyrir að gefa mér tækifæri á að spila fyrir þetta stóra lið og að spila í þessari hvítu treyju sem var heiður í fjögur ár."

,,Að spila með þessum leikmönnum sem ég hef spilað með, að spila með Zidane var stærsti heiðurinn sem ég hef fengið á ferlinum, að spila með mönnum eins og Ronaldo, Roberto Carlos, þið skiljið, fyrir mér er engin eftirsjá."


Timothy J. Leiweke forseti íþrótta og skemmtanarisans AEG sem á LA Galaxy og starfar einnig með Beckham í knattspyrnuakademíu hans í Los Angeles kom fram í viðtali á BBC þar sem hann sagði:

,,David Beckham mun hafa meiri áhrif á fótboltann í Ameríku en nokkur íþróttamaður hefur nokkurn tíma haft á íþrótt um allan heim. David er sannarlega eini einstaklingurinn sem getur byggt brú milli fótboltans í Ameríku og annarsstaðar í heiminum."

Landon Donovan fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen er stærsta stjarnan í liði Galaxy. Hann sagði: ,,Ég held að það sé erfitt að meta hvað það þýðir að David Beckham komi hingað. Markaðslega er það algjör draumur því það er ekki 35, 36 eða 37 ára maður að koma sem er búinn á því. Þetta er maður sem getur enn spilað og maður sem er enn mjög vinsælll og líklega vinsælasti fótboltamaður heims."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner