Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 04. febrúar 2007 23:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sport.es 
Eiður Smári missti af leik Börsunga vegna mígrenis
Eiður Smári fékk mígreniskast.
Eiður Smári fékk mígreniskast.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen átti að vera í byrjunarliði Barcelona sem mætti Osasuna í spænsku deildinni í kvöld en hann fékk sterkt mígreniskast og sat því allan leikinn á varamannabekknum.

Javier Saviola tók því stöðu Eiðs Smára í framlínunni en hann átti að vera á bekknum. Það vakti þó líka athygli í byrjunarliðsuppstillingunni að Santi Ezquerro var þar í stað Ronaldinho sem var meiddur en Andrés Iniesta fékk að verma varamannabekkinn.

Það skildu líklega fáir sem fylgdust með leiknum að þegar varamenn Barcelona fóru að hita upp var Eiður Smári sá eini sem ekki steig upp af varamannabekknum til að hita. Nú er hinsvegar komin eðlileg skýring á því og vonandi að hann verði klár í næsta leik Börsunga.

Samuel Eto´o kom inná sem varamaður í liði Barcelona í kvöld en þetta var fyrsti leikur hans síðan í september er hann meiddist illa á hné. Hann lék tæpar 10 mínútur og lét ekki að sér kveða.
Athugasemdir
banner
banner