Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fös 09. febrúar 2007 18:31
Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára komin í Val en Nína Ósk tekur sér hlé
Margrét Lára Viðarsdóttir ásamt Berki Edvardssyni formanni knattspyrnudeildar Vals og Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara í dag.
Margrét Lára Viðarsdóttir ásamt Berki Edvardssyni formanni knattspyrnudeildar Vals og Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara í dag.
Mynd: Valur - Orri
Margrét Lára Viðarsdóttir skrifaði nú undir kvöld undir tveggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Vals en á sama tíma hefur önnur markamaskína, Nína Ósk Kristinsdóttir ákveðið að taka sér hlé frá knattspyrnuiðkun í bili.

Nína sem skoraði 24 mörk fyrir Keflavík í Landsbankadeildinni á síðustu leiktíð gekk til liðs við Val á haustdögum í fyrra. Hún hefur hinsvegar ákveðið að taka sér hlé í bili.

Að sögn Elísabetar Gunnarsdóttur þjálfara Valsstúlkna ákvað Nína að taka sér hlé af persónulegum ástæðum í tvo mánuði til að byrja með og svo mun hún sjá til með framhaldið. Hún sagði ákvörðun Nínu hafi ekkert með komu Margrétar Láru að gera.

Margrét Lára Viðarsdóttir fór frá Val, eftir að hafa landað Íslands- og bikarmeistartitli síðasta sumar, til Þýskalands. Í vetur hefur hún spilað með Duisburg en hætti þar af persónulegum ástæðum sem hún greindi frá í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Margrét Lára er 21 árs er hún markahæsti landsliðsmaður Íslands með 51 mark með öllum landsliðum og þar af 21 með A-landsliðinu.

Hún er uppalin í Vestmannaeyjum en kom til Vals um haustið 2004. Hún bætti 25 ára gamalt markamet með því að skora 34 mörk í efstu deild á síðasta tímabili. Á síðustu leiktíð skoraði hún alls 71 mörk í opinberum mótum, bæði með félagsliðum og landsliðum. Margrét hefur leikið 81 leik með meistaraflokki og skorað í þeim 118 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner