Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. mars 2007 16:05
Magnús Már Einarsson
Leicester hrifnir af frammistöðu Viðars Arnar
Viðar Örn er hér lengst til vinstri.
Viðar Örn er hér lengst til vinstri.
Mynd: Kjartan Björnsson
Viðar Örn Kjartansson framherji úr liði Selfyssinga hreif menn hjá Leicester City þar sem hann var til reynslu hjá félaginu í vikunni. Viðar sem verður sautján ára síðar í mánuðinum var í sex daga hjá Leicester en enska félagið er með öflugt unglingastarf.

Leicester hreifst eins og áður segir af frammistöðu Viðars og ætlar liðið að senda mann til að fylgjast með honum þegar hann keppir með U-17 ára landsliðinu í millirðili í Evrópukeppninni en riðilinn verður leikinn í Portúgal 18-25.mars næstkomandi.

Skoska liðið Hearts hefur einnig sýnt áhuga á að fá Viðar á reynslu en að sögn Kjartans Björnssonar faðir leikmannsins hefur því verið slegið á frest í bili að minnsta kosti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner