Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. mars 2007 15:36
Guðmundur Dagur Ólafsson
Heimild: BBC 
Ekkert óvænt í enska landsliðshópnum
Steve McClaren
Steve McClaren
Mynd: Getty Images
Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti hópinn fyrir leiki liðsins gegn Ísreal og Andorra í undankeppni EM síðar í mánuðinum.

Það er ekkert óvænt við valið hjá McClaren en þeir Joey Barton, Gareth Barry og Shaun Wright-Phillips detta allir úr hópnum frá vináttuleiknum við Spánverja í síðasta mánuði.

Það kemur töluvert á óvart að Barry sé ekki í hópnum því tveir aðal vinstri bakverðir Englendinga, Ashley Cole og Wayne Bridge, eru báðir fjarverandi vegna leikbanns og meiðsla. Það mun því vera barátta á milli Jamie Carragher og Phil Neville um vinstri bakvarðarstöðuna.

Enski landsliðshópurinn:

Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd, í láni hjá Watford), Carson (Liverpool, í láni hjá Charlton).

Varnarmenn: G Neville (Man Utd), Richards (Man City), Ferdinand (Man Utd), Terry (Chelsea), Woodgate (Real Madrid, í láni hjá Middlesbrough), Carragher (Liverpool), A Cole (Chelsea), P Neville (Everton).

Miðjumenn: Gerrard (Liverpool), Hargreaves (Bayern Munich), Lampard (Chelsea), Lennon (Tottenham), Parker (Newcastle), Carrick (Man Utd), Dyer (Newcastle), Downing (Middlesbrough).

Sóknarmenn: Johnson (Everton), Rooney (Man Utd), Defoe (Tottenham), Bent (Charlton).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner