Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 17. mars 2007 23:01
Magnús Már Einarsson
Spánn: Barcelona vann stórt - Valencia tapaði heima
Eto´o skoraði tvö fyrir Barcelona í kvöld.
Eto´o skoraði tvö fyrir Barcelona í kvöld.
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir voru á dagskrá í spænska boltanum í kvöld. Barcelona sigraði Recreativo Huelva örugglega 4-0 á útivelli þar sem að Samuel Eto´o skoraði tvívegis. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 80.mínútu fyrir Ronaldinho. Með sigrinum er Barcelona komið með þriggja stiga forskot á toppnum á lið Sevilla, að minnsta kosti þangað til á morgun.

Valencia tapaði óvænt 2-0 á heimavelli gegn Racing Santander. Mallorca sigraði Real Betis 2-0 þar sem mörkin komu á fyrstu fjórum mínútunum og Osasuna vann öruggan 3-0 útsigur á Athletic Bilbao í Baskaslag.



Recreativo Huelva 0 - 4 Barcelona
0-1 Samuel Eto´o (4)
0-2 Gianluca Zambrotta (40)
0-3 Samuel Eto´o (42)
0-4 Lionel Messi (87)
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 80.mínútu.

Valencia 0 - 2 Racing Santander
0-1 Pedro Munitis (20)
0-2 Oriol (62)

Mallorca 2 - 0 Real Betis
1-0 Guillermo Ariel Pereyra (1)
2-0 Juan Fernando Arango (4)

Athletic Bilbao 0 - 3 Osasuna
0-1 Inaki Munoz (Víti) (30)
0-2 David Lopez (47)
0-3 Izquierdo (71)
Athugasemdir
banner
banner
banner