mið 21. mars 2007 06:00
Hörður Snævar Jónsson
Heimild: Sky 
Smith ánægður með að fá tíma til að jafna sig
Smith er með hjartað á réttum stað.
Smith er með hjartað á réttum stað.
Mynd: Getty Images
Alan Smith framherji Manchester United er ánægður með þann tíma sem Sir Alex Ferguson gaf honum til að jafna sig eftir að hann fótbrotnaði fyrir rúmu ári síðan. Í gær byrjaði Smith inná gegn Middlesbrough þar sem hann spilaði í 70 mínútur og virkaði frískur.

,,Það hefur alltaf verið metnaður minn að koma til baka sem Alan Smith sem ég var hér áður fyrir meiðslin og stjórinn hefur frábær að gefa mér tímann til að gera það," sagði Smith í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins, MUTV.

,,Ég held að ég hefði verið látinn byrja fyrr hjá öðru liði og allir hefðu átt von á því að frammistaða mín hefði verið sú sama. Þetta hefur verið endurnærandi að fá tímann og Boro leikurinn var frábær stund fyrir mig, þetta er það sem ég er búinn að vera að vinna að."

,,Að spila leiki með besta liðinu með bestu leikmönnunum er það sem fótbolti snýst um og ég veit að hjá Manchester United hef ég tækifæri til að gera það,"
sagði hinn baráttuglaði Smith.

,,Það hefur verið mikil umræða um framtíð mína en hún hefur aldrei verið í vafa á milli mín og félagsins. Ég er stoltur að spila fyrir þetta fótboltafélag. Að vera hluti af liði eins og okkur sem hefur möguleika á að vinna titla er frábært, það er það sem ég hef unnið svo hart að."

Hann vonast einnig eftir því að geta spilað stóra rullu núna í lok tímabilsins. ,,Vonandi þegar erfiðir tímar koma get ég verið einn af þeim leikmönnum sem kemur og vinnur vinnuna fyrir liðið," sagði Smith að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner