Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 03. apríl 2007 10:28
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Mathieu Flamini vill yfirgefa Arsenal
Mynd: Getty Images
Mathieu Flamini miðjumaður Arsenal hefur greint frá því að hann vilji yfirgefa enska félagið í sumar. Flamini sem kom til Arsenal frá Marseille árið 2004 hefur rætt við ráðgjafa sína um að fara frá Arsenal með því að borga upp síðasta árið sem hann á eftir af samningi sínum við félagið og nýta sér þannig nýja reglugerð FIFA.

Flamini hefur ekki náð að verða fastamaður í byrjunarliði Arsenal og nú vill hann yfirgefa félagið.

,,Ég er kominn á endastöð. Ég hef eytt þremur árum hjá Arsenal og ráðgjafi minn hefur staðfest að ég geti farið í júní. Til að gera það verð ég að borga félaginu þau laun sem ég ætti að fá síðasta árið, sagði Flamini við l'Equipe.

,,Næstu þrjú ár verða mikilvæg. Ég vil spila og komast á annað stig. Arsenalliðið er ungt og hefur hæfileika en ég spila lítið í augnablikinu. Það er erfitt augnablik að upplifa og í þannig stöðu spyr hver einasti leikmaður sig spurninga."

,,Fyrst og fremst vil ég halda áfram að vinna og bæta mig. Ég vil skora fleiri mörk, gefa fleiri stoðsendingar og að lokum vinna Meistaradeildina,"
sagði Flamini að lokum en fréttir frá Frakklandi herma að hann vilji fara til Ítalíu og leika þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner