Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 24. apríl 2007 14:25
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Benítez tjáir sig um fyrirliðaband Fernando Torres
Mynd sem sýnir Torres með fyrirliðabandið.
Mynd sem sýnir Torres með fyrirliðabandið.
Mynd: The Sun
Rafa Benitez stjóri Liverpool var í dag spurður í hvort að Fernando Torres leikmaður Atletico Madrid væri á leið til Liverpool í sumar en í götublaðinu The Sun í morgun sést að spænski framherjinn hefur áletrunina frægu 'You'll never walk alone' innan í fyrirliðabandi sínu hjá Atletico Madrid. Þetta kom í ljós þegar að bandið losnaði af honum í leik gegn Real Sociedad síðastliðið laugardagskvöld.

Torres hefur verið orðaður við Liverpool, Manchester United, Arsenal og fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni en talið er að hann geti yfirgefið Atletico Madrid fyrir 27 milljónir punda í sumar. Benitez vill ekki gefa upp hvort að hann sé á leið til Liverpool en hann segir Torres vera einn af 125 leikmönnum á óskalista sínum.

,,Þetta þýðir að liðið okkar er frægt út um allan heim," sagði Benitez við Sky Sports News um áletrunina á fyrirliðabandi Torres. Hann bætti við: ,,Við höfum um tuttugu nöfn á leikmönnum núna, allir eru að hugsa um einn eða annan í hverri viku," sagði Benitez við Sky Sports News.

Þegar hann var spurður hvort að Torres væri á óskalista sínum sagði Benitez: ,,Hann er einn af 125 leikmönnum í heiminum."
Athugasemdir
banner
banner
banner