Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 01. maí 2007 10:00
Magnús Már Einarsson
Hemmi Gunn og Logi Ólafs spá í Meistaradeildina
Reina verður hetja Liverpool ef spá Hemma og Loga gengur upp.
Reina verður hetja Liverpool ef spá Hemma og Loga gengur upp.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Chelsea mætast í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeildinni á Anfield Road klukkan 18:45 í kvöld og að venju höfum við fengið félagana Loga Ólafsson og Hermann Gunnarsson til að spá í spilin.

Þeir eru ótrúlega samstíga í spá sinni að þessu sinni en báðir telja þeir að Liverpool vinni 1-0 sem þýðir að leikurinn muni fara í framlengingu.

Báðir telja þeir að síðan muni þurfa vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit og að þar verði Jose Reina markvörður Liverpool hetja liðsins. Það kemur síðan í ljós í kvöld hvort að þessi spá reynist rétt hjá þeim en leikur Liverpool og Chelsea verður í beinni á Sýn.



Logi Ólafsson:

Liverpool 1 - 0 Chelsea
Ég ætla að halda mig við það sem ég sagði í síðustu viku og segja að Liverpool nái að knýja fram sigur í þessari viðureign þó að það verði mjög erfitt en það verður eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Varnarleikurinn verður í fyrirrúmi og sóknarmenn fá ekki rönd við reist fyrr en í vítóinu og þá verður Pepe Reina hetjan þegar hann nær að verja frá Lampard.



Hermann Gunnarsson:

Liverpool 1 - 0 Chelsea
Þetta fer 1-0 og það verður Crouch sem skallar hann inn. Það verður framlengt og þá verður áfram 1-0. Þá verður vítaspyrnukeppni og mörgum til undrunar vinnur Liverpool. Þar verður það Reina sem verður hetja Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner