Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. maí 2007 13:48
Magnús Már Einarsson
Fjórtán ára strákur úr Val til Heerenveen (Staðfest)
Mynd: valur.is
Ingólfur Sigurðsson, efnilegur leikmaður úr Val mun í lok júlí fara til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann mun leika næsta vetur.

Ingólfur sem er á fjórtánda aldursári getur leikið sem sóknarmaður eða framliggjandi miðjumaður. Hann er ennþá í fjórða flokki en þrátt fyrir það hefur hann verið að leika með þriðja flokki Vals þar sem hann er lykilmaður.

,,Þetta er einn efnilegasti leikmaður sem Íslendingar eiga í dag held ég. Hann er örfættur, með gríðarlega tækni og útsjónarsemi og hann hefur bætt sig mikið í vetur spillega," sagði Magni Fannberg yfirþjálfari Vals og þjálfari 3.flokks um Ingólf.

,,Þetta er klassaleikmaður og hann átti stóran þátt í að tryggja okkur Reykjavíkurmeistatitilinn í þriðja flokki þrátt fyrir að vera í fjórða flokki," bætti Magni við í samtali við Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner