Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. maí 2007 14:02
Magnús Már Einarsson
1.deild: Leikmaður 2.umferðar - Scott Ramsay (Grindavík)
Ramsay í leiknum gegn Leikni.
Ramsay í leiknum gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Ramsay í leik gegn Fylki í vor.
Ramsay í leik gegn Fylki í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net mun í sumar velja leikmann umferðarinnar í efstu þremur deildum karla. Kantmaðurinn leikni Scott Ramsay hjá Grindavík er leikmaður 2.umferðarinnar í fyrstu deild karla. Ramsay átti frábæran leik þegar að Grindvíkingar unnu Leikni 2-0 en hann lagði upp fyrra mark liðsins og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr aukaspyrnu.

Scott Ramsay
Skoski kantmaðurinn Scott Ramsay hefur leikið hér á landi síðan árið 1996. Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur skorað níu mörk í 98 leikjum í efstu deild. Hann hefur auk þess að spila með Grindavík leikið með Keflavík, Reyni Sandgerði og í fyrra lék hann með Víði. Þá var hann á mála hjá KR í stuttan tíma.
Milan Stefán Jankovic er ánægður með Scott Ramsay en auk þess að eiga stórleik gegn Leikni þá lék Skotinn vel gegn Stjörnunni í fyrstu umferðinni.

,,Hann hefur staðið sig mjög vel. Hann hefur lagt sig 100% fram og losað sig við 13-14 kíló en hann hefur mætt oft á aukaæfingar á morgnanna," sagði Milan Stefán við Fótbolti.net en hann er oft með aukaæfingar á morgnanna þar sem að leikmenn taka skot og tækniæfingar.

Ramsay gekk aftur til liðs við Grindvíkinga í vetur eftir að hafa leikið með Víði í Garði síðastliðið sumar þar sem hann skoraði sex mörk í fimm leikjum. Milan Stefán segir Ramsay vera lykilmann hjá sér.

,,Hann er lykilmaður hjá okkur, góður leikmaður sem getur spilað hvar sem er," sagði Milan Stefán en Ramsay hefur verið að spila á vinstri kantinum hjá Grindavík.

,,Já eins og Messi. Hann er þannig týpa, fljótur með boltann og svona en ég held að hann hafi aldrei verið í betra formi," sagði Milan Stefán að lokum um Scott Ramsay, leikmann 2.umferðarinnar í 1.deild karla.

Sjá einnig:
Leikmaður 1.umferðar - Árni K. Skaftason (Þór)
Athugasemdir
banner