Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 24. maí 2007 11:32
Magnús Már Einarsson
Heimild: Morgunblaðið 
Rúrik til skoðunar hjá Stabæk
Mynd: Guðmundur Karl
Hinn efnilegi Rúrik Gíslason hjá Charlton fer í dag til Noregs þar sem hann mun æfa með Stabæk í tvo daga en þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Hjá Stabæk er einn Íslendingar á mála, landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson.

Rúrik sem verður samningslaus frá Charlton í sumar var á dögunum til reynslu hjá liði Helsinborg í Svíþjóð.

Rúrik sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands hefur spilað með vara og unglingaliði Charlton undanfarin ár og þá hefur hann verið í 17-manna hóp aðalliðsins fyrir leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er uppalinn hjá HK en hann gekk liðs við Charlton sumarið 2005. Hann hafði þá leikið vel í fyrstu deildinni á Íslandi um sumarið og var meðal annars valinn efnilegastur í deildinni í kjöri sem Fótbolti.net stóð fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner