Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 01. júní 2007 09:48
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Slúðurpakki dagsins - Anelka til Man Utd?
Nicolas Anelka er orðaður við Manchester United.
Nicolas Anelka er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Pizarro sagður vera búinn að semja við Chelsea.
Pizarro sagður vera búinn að semja við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Manchester United er á eftir Nicolas Anelka og Chelsea er sagt vera búið að semja við Claudio Pizarro framherja Bayern Munchen svo eitthvað sé nefnt. Kíkjum á slúðurpakkann í dag.



Manchester United ætlar að fá Nicolas Anelka framherja Bolton. (Ýmsir miðlar)

Tottenham vill fá Alan Smith frá Manchester United. (Sun)

West Ham ætlar að bjóða fimm milljónir punda í Joey Barton en félagið vill fá hann á miðjuna með Scott Parker. (Star)

Parker mun vera launahæsti leikmaður West Ham frá upphafi þegar hann kemur frá Newcastle. (Sun)

Nigel Reo-Coker ætlar að yfirgefa West Ham og hann sagðist vilja fara ti liðs sem spilar í Meistaradeildinni, það hefur nú breyst því hann vill far til Newcastle. (Sun)

Aston Villa er talið líklegt til að krækja í Reo-Coker á átta milljónir punda. (Guardian)

Villa vonast til að fá Paul Robinson bakvörð WBA. (Sun)

Florent Malouda hefur beðið Lyon um að verðleggja sig ekki of hátt en hann langar að fara til Liverpool. Frönsku meistararnir vilja 17 milljónir punda fyrir kappann. (Mail)

Miðjumaðurinn reyndi Claude Makelele hjá Chelsea hefur verið boðinn tveggja ára samningur hjá PSG (Ýmsir miðlar)

Chelsea hefur náð samkomulagi við Claudio Pizarro en þessi framherji Bayern Munchen mun koma frítt til liðsins og fá 50 þúsund pund í vikulaun. (Times)

Chelsea vill einnig fá Benni McCarthy frá Blackburn. (Times)

Derby County vill vá varnarmanninn Liam Ridgewell frá Aston Villa en hann kostar tvær milljónir punda. (Mirror)

Aston Villa mun láta Steven Davis fara á fimm milljónir punda og Fulham hefur áhuga á leikmanninum. (Ýmsir miðlar)

Fulham vill einnig fá Scott Carson markvörð Liverpool. (Mirror)

Portsmouth er á eftir Papa Bouba Diop miðjumanni Fulham sem kostar 2,5 milljónir punda. (Mirror)

Neil Lennon sem er farinn frá Celtic er á leið til Nottingham Forest. (Ýmsir miðlar)

Erkifjendurnir í Glasgow Celtic og Glasgow Rangers munu berjast um Robbie Fowler. Celtic hefur betur í baráttunni eins og staðan er núna. (Ýmsir miðlar)

Middlesbrough ætlar að fá Diomansy Kamara frá WBA á fimm milljónir punda. Honum er ætlað að leysa Mark Viduka af hólmi. (Mirror)

Middlesbrough er á eftir miðjumanninnum Marcelo sem leikur með Corinthians. (Times)

Kaup Manchester United á Anderson gætu verið rannsökuð þar sem að talið er að þriðji aðilinn komi að máli líkt og West Ham var refsað vegna kaupanna á Carlos Tevez á dögunum. (Mirror)

Luiz Felipe Scolari segir að Roman Abramovich vilji fá sig sem næsta stjóra. (Sun)

Juventus vonast til að vinna Manchester City í baráttuna um Claudio Ranieri sem er hættur hjá Parma. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner