Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 14. júní 2007 23:20
Magnús Valur Böðvarsson
Gunnleifur: Refsað fyrir einbeitingarleysi
Gunnleifur markvörður og fyriliði HK handsamar boltann í leiknum.
Gunnleifur markvörður og fyriliði HK handsamar boltann í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr
Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði HK var að vonum svekktur að lið hans hafi ekki náð í stig á Fylkisvellinum í kvöld en hann var afar fáorður um leikinn en HK ingar höfðu barist vel allan leikinn.

,,Við vorum nálægt því að halda markinu hreinu og mjög svekkjandi að fá á sig þetta mark. Okkur var refsað fyrir smávægilegt einbeitingarleysi og boltinn í markinu," sagði Gunnleifur eftir leiknn.

,,Mér fannst við berjast vel og það var það sem við lögðum upp með í leiknum að reyna verjast vel og berjast á fullum krafti en okkur tókst ekki að halda hreinu þá er þetta bara erfitt þar sem við skorum ekki nógu mikið af mörkum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner