Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. júní 2007 08:00
Magnús Már Einarsson
1.deild: Leikmaður 7.umferðar - Guðjón Baldvins (Stjarnan)
Mynd: Rögnvaldur Már Helgason
Guðjón í leik gegn Reyni Sandgerði fyrr í sumar.
Guðjón í leik gegn Reyni Sandgerði fyrr í sumar.
Mynd: Víkurfréttir - Stefán Þór Borgþórsson
Guðjón leikur á varnarmann Þróttar.
Guðjón leikur á varnarmann Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr
Fótbolti.net hefur í sumar valið leikmann umferðarinnar í efstu þremur deildum karla. Guðjón Baldvinsson framherji Stjörnunnar lék frábærlega með Stjörnunni í 5-2 sigri liðsins á Þór í 7.umferðinni í 1.deild karla síðastliðið föstudagskvöld. Guðjón skoraði tvívegis, lagði upp eitt mark og var potturinn og pannan í leik Garðbæinga. Hann er leikmaður 7.umferðar hér á Fótbolti.net.

Guðjón Baldvinsson
Framherjinn Guðjón Baldvinsson er uppalinn Stjörnumaður. Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki aðeins 17 ára árið 2003 með Stjörnunni í 1.deild. Síðan þá hefur Guðjón skoraði 34 mörk í 61 leik með Stjörnunni í deild og bikar. Guðjón sem er í U-21 árs landsliðinu var markahæstur í annarri deild árið 2005 með fjórtán mörk. Hann var einnig valinn efnilegastur í deildinni það ár og í fyrra var hann valinn efnilegastur í fyrstu deild í vali fyrirliða og þjálfara sem að Fótbolti.net stóð fyrir.
Guðjón hefur byrjað sumarið af krafti hvað varðar markaskorun ólíkt því sem hefur verið undanfarin tvö ár. ,,Ég er kominn með fimm mörk í fyrstu sex leikjunum en síðustu tvö tímabil hef ég ekki náð að skora í fyrstu sex eða sjö leikjunum," sagði Guðjón við Fótbolta.net.

Hann var efnilegastur og markahæstur í annarri deildinni árið 2005 og þá var hann einnig efnilegastur í fyrstu deild í fyrra þrátt fyrir að í bæði skiptin hafi honum gengið illa að skora í byrjun móts.

,,Ég var meira ákveðinn í því núna að þetta myndi ekki gerast og liðið er líka búið að vera spila mjög vel í undanförnum leikjum," sagði Guðjón.

Stjörnumenn eru eftir sigurinn á Þór í fimmta sæti með ellefu stig eftir sjö umferðir, eitthvað sem Guðjón er nokkuð sáttur við.

,,Við áttum að taka Fjölni og Þrótt en einhvernegin náðum við að gera jafntefli í þeim leikjum. Ef við hefðum náð að klára þá værum við í miklu betri stöðu. Við misstigum okkur aðeins í Eyjum þar sem að við áttum ekki góðan leik en annars hefur þetta verið mjög gott og ég er nokkuð sáttur. Við erum í toppbaráttunni og ekki mörg stig á milli," sagði Guðjón en markmiðið hjá Stjörnunni er að fara upp í Landsbankadeildina.

,,Já og það var stefnan fyrir sumarið. Við verðum að stefna að því áfram. Við eigum það til að misstíga okkur og við verðum að bæta það en ég held að við eigum góða möguleika á að komast upp."

Stjörnumenn leika alla leiki sína á gervigrasvelli en Guðjón er spenntari fyrir því að leika á grasi. ,,Þetta er ágætt en maður vill sjá gras. Maður vill finna graslyktina þó að þetta sé grænt allt árið. Sumir segja að gervigras sé framtíðin en ég held að það sé bara bull, ég held að það sé engin framtíð í þessu þó að það sé ágætt að hafa þetta yfir veturinn."

Í vor var Guðjón mikið í fréttum þar sem að Fylkir, Víkingur og Keflavík vildu öll fá hann í sínar raðir en Stjarnan vildi ekki selja hann og því var hann áfram hjá Garðabæjarliðinu.

,,Ég ákvað á þessum punkti að gera það besta úr því sem maður hefur og standa mig ennþá betur í 1.deildinni og þegar maður fær tækifæri til að fara í sterkari deild að koma þá ennþá sterkari inn, það kemur að því einn daginn," sagði Guðjón. Hann hefur farið til norskra liða á reynslu og einnig í fleiri löndum en markmið hans er að komast út í atvinnumennsku.

,,Já það er markmiðið, ef það gengur vel í sumar og ég held áfram því sem ég er að gera ætti maður að eiga möguleika á því. Við erum búnir að skora fimmtán, ég er búinn að leggja upp fimm og skora fimm, ég veit að það eru einhverjir að fylgjast með og vonandi taka þeir eftir þessu," sagði Guðjón Baldvinsson, leikmaður 7.umferðar að lokum við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 6.umferðar - Tómas Leifsson (Fjölnir)
Leikmaður 5.umferðar - Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 4.umferðar - Andri B. Þórhallsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 3.umferðar - Hreinn Hringsson (Þór)
Leikmaður 2.umferðar - Scott Ramsay (Grindavík)
Leikmaður 1.umferðar - Árni K. Skaftason (Þór)
Athugasemdir
banner