Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júní 2007 17:01
Stefán Guðberg Sigurjónsson
Heimild: Sky 
Atletico Madrid segir að það sé líf eftir Torres
Er Íslandsvinurinn Fernando Torres á leið frá Atletico?
Er Íslandsvinurinn Fernando Torres á leið frá Atletico?
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Miguel Angel Gil Marin, sem situr í stjórn Atletico Madrid, hefur viðurkennt að sóknarmaðurinn Fernando Torres gæti farið frá félaginu en vitað er af áhuga Liverpool á kappanum, sem er í guðatölu hjá stuðningsmönnum spænska félagsins.

,,Enginn er ómissanlegur. Við erum að reyna að byggja upp lið og það snýst ekki um einhvern einn leikmann. Þrátt fyrir að hann sé góður þá viljum við hóp með metnað,” sagði Gil Marin við spænska útvarpsstöð.

,,Atletico er að byggja upp lið sem snýst ekki aðeins um Torres heldur um liðið sjálft. Ég myndi elska það ef Fernando yrði áfram en það er hann sjálfur sem mun taka ákvörðun um framtíð sína."

,,Við höfum talað við hann og sagt honum að hann sé í áætlunum okkar. Það er eðlilegt að hann sé í vafa. Það er einnig eðlilegt að það koma tilboð sem fá hann til þess að hugsa sig um.

,,Hlutirnir geta hvenær sem er breyst í fótbolta. Þrátt fyrir að ég sé ekki neitt gerast strax, þá þarf ég að leita að eftirmanni hans ef allir þessir orðrómar verða að veruleika.”


Þá sagði Gil Marin einnig að Atletico sé að reyna að fá Diego Forlan til félagsins, annað hvort við hlið Torres eða til þess að fylla skarð hans.

,,Samingurinn sem við erum að reyna að gera fyrir Forlan er til þess að fá annan mann við hlið Fernando í framlínunni en hann gæti einnig orðið eftirmaður hans. Torres veit að Atletico vill halda honum og ég veit ekki betur heldur en að hann vilji vera áfram,” sagði Gil að lokum.

Eftir að Forlan átti fund með klúbbnum og umboðsmanni sínum er talið að hann hafi hafnað áhuga frá ensku Úrvalsdeildinni til þess að vera áfram á Spáni.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner