Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. júlí 2007 14:41
Stefán Guðberg Sigurjónsson
Heimild: Sporting Life 
Liverpool sagðir hafa komist að samkomulagi við Torres
Mynd: Getty Images
Talið er að Fernando Torres sé tilbúinn að skrifa undir samning við Liverpool eftir að heimildarmaður frá Liverpool sagði að félagið hafi komist að samkomulagið við spænska landsliðsmanninn.

Engin vandræði er sögð vera á milli enska stórveldisins og Torres en þessi 23 ára gamli sóknarmaður mun fá 90 þúsund pund í vikulaun. Hann mun því vera á sömu launum og Jamie Carragher og Xabi Alonso en Steven Gerrard er með hvorki meira né minna en 120 þúsund pund á viku.

Liverpool eru svo öruggir um að Torres muni ganga til liðs við þá að þeir hafa leyft Luis Garcia fara til Atletico fyrir um fjórar milljónir punda eins og við greindum frá fyrr í dag.

Garcia hefur ávallt verið vinsæll á Anfield fyrir sinn þátt í ótrúlegum sigri liðsins í Meistaradeildinni árið 2005 en hann skoraði alls 30 mörk í 121 leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner