Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 16. júlí 2007 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs í viðtali: Hefði spilað í 2. deild kvenna
Ian Jeffs í Vestmannaeyjum í síðustu viku.
Ian Jeffs í Vestmannaeyjum í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeffs í búningi ÍBV er hann lék síðast hér á landi.
Jeffs í búningi ÍBV er hann lék síðast hér á landi.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Í leik gegn Fram sumarið 2005.
Í leik gegn Fram sumarið 2005.
Mynd: Boltamyndir
<b>Léttir</b><br>Jeffs og Huginn Halldórsson aðstoðarþjálfari ÍBV 2005 fagna því að liðið hélt sæti sínu í deildinni eftir lokaumferðina.
Léttir
Jeffs og Huginn Halldórsson aðstoðarþjálfari ÍBV 2005 fagna því að liðið hélt sæti sínu í deildinni eftir lokaumferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Á  Hlíðarenda í Reykjavík í leik gegn Valsmönnum.
Á Hlíðarenda í Reykjavík í leik gegn Valsmönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Í leik gegn Fylki í deildabikarnum í febrúar 2006, skömmu áður en hann fór til Örebro frá ÍBV.
Í leik gegn Fylki í deildabikarnum í febrúar 2006, skömmu áður en hann fór til Örebro frá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Jeffs ásamt Bjarnólfi Lárussyni fyrrum liðsfélaga sínum í ÍBV eftir að þeir höfðu verið valdir í lið umferða 13-18  í Landsbankadeildinni árið 2004.
Jeffs ásamt Bjarnólfi Lárussyni fyrrum liðsfélaga sínum í ÍBV eftir að þeir höfðu verið valdir í lið umferða 13-18 í Landsbankadeildinni árið 2004.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Í Vestmannaeyjum í síðustu viku en í baksýn er leikur ÍBV og FH í VISA-bikarnum í fullum gangi.  Jeffs mátti ekki spila leikinn þar sem hann fékk ekki leikheimild fyrr en í gær.
Í Vestmannaeyjum í síðustu viku en í baksýn er leikur ÍBV og FH í VISA-bikarnum í fullum gangi. Jeffs mátti ekki spila leikinn þar sem hann fékk ekki leikheimild fyrr en í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski miðjumaðurinn Ian Jeffs er kominn aftur til Íslands og mun spila með ÍBV á láni út leiktíðina frá Örebro í Svíþjóð. Jeffs sem átti þrjú frábær ár með ÍBV 2003 - 2005 fékk leikheimild með ÍBV í gær og mun því leika með liðinu gegn Fjölni í 1. deildinni í kvöld. Við hittum Jeffs að máli í Týsheimilinu í Vestmannaeyjum í síðustu viku og byrjuðum á að spyrja hann afhverju hann valdi að koma til ÍBV að nýju.

Ian Jeffs
Ian Jeffs er 25 ára gamall Englendingur sem gekk í raðir ÍBV frá Crewe Alexandra á Englandi fyrir tímabilið 2003. Hann lék hér á landi við góðan orðstýr 2003, 2004 og 2005 en hélt eftir það til Svíþjóðar þar sem hann gekk í raðir Örebro. Á fyrsta ári hjá Örebro tryggði liðið sér sæti í efstu deild í Svíþjóð og Jeffs var lykilmaður í liðinu. Hann náði ekki að vinna sér sæti í liðinu fyrir þessa leiktíð og fór því á láni til ÍBV út leiktíðina og fékk leikheimild með liðinu í gær. Hann hefur spilað 48 leiki í Landsbankadeild með ÍBV og skorað í þeim 8 mörk auk 6 leikja í VISA-bikarnum.
,,Ég á góða vini hérna, þekki marga í stjórninni og þekki ÍBV í heild sinni," sagði Jeffs í samtali við Fótbolta.net. ,,Ég valdi ÍBV aðallega vegna þess að það voru þeir sem vildu mest fá mig aftur, hér á Íslandi. Ég átti líka nokkra möguleika á að fara á láni erlendis, bæði í Noregi og í Svíþjóð. Það leit vel út á ákveðnum tímapunkti en þetta snerist ekki bara um hvað mér fannst, því ég varð að hugsa um fjölskylduna líka."

,,Þegar maður fer á lán í nokkra mánuði verður maður að hugsa líka um fjölskylduna. Það hefði verið erfitt fyrir okkur að fara til Svíþjóðar eða Noregs þar sem við þekktum ekkert og þyrftum að byrja allt að nýju fyrir nokkra mánuði. Hér á Íslandi gerði ÍBV mest til að fá mig og því valdi ég að koma hingað."


Á þeim þremur árum sem Jeffs var í ÍBV var liðið í Landsbankadeildinni og ljóst að Jeffs var í hópi betri leikmanna deildarinnar. Hann telur sig þó hafa valið rétt með því að fara niður í 1. deildina að þessu sinni og hafnaði liði í Landsbankadeildinni.

,,Það var eitt lið í Landsbankadeildinni sem vildi fá mig en fjölskyldu minnar vegna, og fjárhagslega og að öllu leiti í heildina var betra fyrir mig að koma hingað aftur. Það er líka erfitt fyrir lið að fá leikmenn á miðri leiktíð. Liðin eru oftast búin að vera að undirbúa leikmannahópinn í byrjun ársins og því erfitt fyrir þau að fara að skipta á miðju ári."

,,Það truflar mig ekkert að spila í 1. deildinni. Ég er bara kominn hingað til að spila fótbolta og ég veit að ég get enn spilað fótbolta í góðri deild. Það hefur verið erfitt hjá mér í Svíþjóð undanfarna mánuði svo það skipti mig ekki máli hvert ég færi, í Landsbankadeildina eða 1. deildina, ég hefði meira að segja spilað í annarri deild kvenna ef ég hefði þurft að fara þangað til að spila fótbolta. "

1. deild karla er mjög dreifð um landið og mikið um löng ferðalög. Jeffs lét það ekki hafa nein áhrif á sig þegar hann valdi að fara til ÍBV á ný. ,,Maður ferðast mikið í Svíþjóð svo ég er orðinn vanur því. Maður situr í rútunni í sex tíma í Svíþjóð svo mér er alveg sama um það hérna," sagði hann aðspurður hvort ferðalögin trufluðu hann ekkert.

Þjálfarinn tók syni sína framyfir mig í liðinu
Það vakti athygli nú í sumar þegar Jeffs ákvað að söðla um og lýsti yfir áhuga á að koma aftur til Íslands eftir rúmt ár í Svíþjóð. En hvað klikkaði hjá Örebro?

,,Ég var í liði sem komst upp um deild og átti stóran þátt í að hjálpa til við það svo ég lít á fyrsta árið sem mjög góðan árangur hjá mér, en svo gerðist eitthvað. Eitthvað sem stjórinn gat ekki deilt með mér því hann gat ekki gefið mér skýringu á afhverju ég væri ekki að spila og væri ekki í myndinni þegar ég spurði hann."

,,Ég held reyndar að stór hluti af ástæðu þess að mér var ýtt til hliðar núna í ár hafi verið sú að hann á tvo syni sem voru að koma upp í aðalliðið og þeir spila á miðjunni eins og ég. Það var ég sem lenti í að vera ýtt til hliðar til að koma þeim í liðið."

,,Þeir spiluðu ekkert árið áður og ég spilaði mikið og hann og stjórnin sögðu mér að ég hafi staðið mig mjög vel. Þess vegna var erfitt að sætta sig við þetta því mér fannst ég ekki hafa gert neitt rangt og það komu ekki neinir nýjir leikmenn frá öðru liði til að bæta liðið. En mér var ýtt til hliðar, svona er bara fótboltinn, svona fer þetta og maður verður bara að halda áfram."

,,Það sem varð til þess að það truflaði mig ekki að fara til ÍBV í fyrstu deildinni var að ég fæ nú tækifæri til að spila leiki og vonandi tekst mér að hjálpa liðinu að vinna sér sæti í efstu deildinni að nýju. Þar finnst mér þeir eiga heima."


Lánssamningur Jeffs við ÍBV er aðeins út þessa leiktíð og í kjölfarið er algjörlega óráðið hver framtíð hans í fótboltanum verður. Hann gerir sér þó enn vonir um að aðstæður hjá Örebro breytist og hann snúi aftur þangað.

,,Ég á enn samning í Svíþjóð á næsta ári en ég horfi ekki lengra en næstu mánuði fram í tímann," sagði hann. ,,Ég hef rætt við Örebro og sagt þeim að ef sami þjálfarinn verði við stjórn á næstu leiktíð þá snúi ég ekki aftur, þá finn ég mér nýtt lið. Það verður eitthvað sem ég og umboðsmaðurinn minn vinnum í. Það er reyndar önnur hlið á málinu því samnignur stjórans við félagið rennur út á þessu ári og ég tel miklar líkur á að hann verði ekki áfram. Þess vegna valdi ég að fara út á láni í stað þess að fara endanlega frá félaginu."

Það eru álög á ÍBV liðinu
Jeffs er sterkur miðjumaður sem gæti líklega styrkt flest lið í Landsbankadeildinni og þótt hann hafi þann möguleika að spila hér á landi næsta sumar veit hann ekkert hvert leið hans liggur eftir að lánssamningnum við ÍBV lýkur.

,,Ég get ómögulega sagt neitt um það. Þetta fer allt eftir hvort sami þjálfarinn verði við stjórnvölinn hjá félaginu mínu í Svíþjóð, hvort ég standi mig vel og endi hjá öðru félagi, eða hvort ég haldi áfram með ÍBV eða spili með liði í Landsbankadeildinni. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað verður um mig á næsta ári."

Engin meiðsli hafa verið að hrjá Jeffs og því kemur hann ferskur inn í leik ÍBV þó eitthvað skorti á leikæfinguna því hann hefur ekki spilað leik í um mánuð þó hann hafi spilað með varaliði Orebro. Hann kom hingað til lands um síðustu mánaðarmót en þar sem félagaskiptaglugginn hér á landi var lokaður þar til í gær þurfti hann að vera í stúkunni er ÍBV mætti Þrótti í deildinni og FH í bikarnum á Hásteinsvelli.

,,Ég er alveg heill og langar bara til að spila fótbolta," sagði hann. ,,Það var pirrandi að þurfa að horfa á leikina gegn Þrótti og FH, en ég vissi af því að það yrði svoleiðis áður en ég kom hingað. En ég vildi koma hérna nokkrum vikum áður en ég fengi leikheimildina, koma til Vestmannaeyja, byrja að æfa og venjast íslenska lífinu."

Fyrsti leikurinn er svo í kvöld er liðið fer í Grafarvoginn og mætir þar Fjölnismönnum sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig eða einu stigi á undan ÍBV. Því má búast við hörkuleik í kvöld enda þarna tvö lið sem eiga góða möguleika á að enda meðal þriggja efstu og tryggja sér þar með sæti í Landsbankadeildinni.

,,Ég hef heyrt að Fjölnir séu að standa sig mjög vel í ár og séu með nokkra leikmenn frá FH sem hafi haft góð áhrif og þetta sé topplið í dag. Þetta verður erfiður leikur sem ég hlakka mikið til. Mig langar bara að geta byrjað að spila fótbolta aftur. "

Sem fyrr sagði hefur Jeffs æft með ÍBV liðinu að undanförnu og hann gerir sér vonir um að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu fyrir leikinn í kvöld ,,Ég verð bara að leggja hart að mér á æfingum og vonandi get ég spilað þennan leik. Svo er bara að sjá hvað þjálfarinn vill gera, en ég kom hingað til að spila leiki svo ég verð að leggja hart að mér og reyna að gera mitt besta fyrir liðið."

,,Það hafa verið vandræði með meiðsli hjá liðinu, það eru leikmenn sem spila þó þeir séu meiddir og strákar sem hafa verið meiddir en eru að snúa aftur og aðrir sem eru að lenda í nýjum meiðslum. Það hafa verið einhver álög á þessu liði að undanförnu en ég er viss um að það sé liðið hjá. Vonandi get ég komið með nýtt líf hingað og hjálpað til við að liðið fari að spila vel og fari á topp deildarinnar. "


England er að liðast í sundur
,,Ég á kærustu, og son sem voru fædd á þessari eyju svo þetta er mér eins og annað heimili. Mér líkar vel hérna en ég held að þetta sé ekki fyrir alla," sagði Jeffs um Vestmannaeyjar en hann segist þó ekki stefna að því að setjast að í Vestmannaeyjum til frambúðar.

,,Nei, ég held ekki. Allavega ekki ef ég ræð því. Ég er meira borgarbarn en gæti gert þetta í eitt til tvö ár í einu. Ef ég sest að á Íslandi þá yrði það í Reykjavík. Það er frekar sú bæjarstærð sem ég er að leitast eftir að vera í. Það er samt erfitt því það er eins og maður þurfi að vera milljónamæringur til að kaupa litla íbúð í Reykjavík. Ég myndi ánægður búa á Íslandi eftir að fótboltaferlinum lýkur."

Jeffs er Englendingur en þrátt fyrir það virðist hann hafa fjarlægst sitt eigið land og vill heldur búa í Skandinavíu. Við spurðum hann hvort hann saknaði Englands ekkert?

,,Nei ekki svo, svaraði hann. ,,Ég sakna vina minna og fjölskyldu, þau eru mér mikilvæg, en allir sem búa enn á Englandi segja mér að það sé gott að losna úr landinu. Landið er hægt að liðast í sundur. Það er mikið um útlendinga að flytja inn í landið og svo margt almennt við landið sem varð til þess að að ég naut þess ekki lengur að búa þar og þess vegna vildi ég fara út og prófa eitthvað nýtt. Ég er ánægður með að hafa gert það því mér líkar vel í Skandinavíu og mér finnst Ísland og Svíþjóð falleg lönd sem ég get séð mig búa í, aðallega samt á Íslandi."

Jeg prottar bra svenska
,,Ég á strák sem er með enskt og íslenskt nafn. Hann heitir Liam Daði Jeffs. Hann er fæddur á þessari eyju og mun tala bæði ensku og íslensku," sagði Ian Jefffs og sjálfur hefur hann tamið sér að tala íslenska tungu þó viðtalið okkar við hann hafi farið fram á ensku að þessu sinni.

,,Ég tala alveg íslensku, þó ég vilji veita viðtöl og slíkt á ensku. Ég get vel bjargað mér á íslensku. Ég tala við tengdaforeldra mína á íslensku og í búðum og svoleiðis. Það var erfitt að læra íslenskuna, ég lærði líklega meira í sænsku á einu ári en ég hef lært í íslensku á þremur árum, jag prottar bra svenska [ég tala góða sænsku]. Íslenska er erfitt tungumál en þeim mun meira sem maður heyrir hana talaða lærir maður meira og ég bjarga mér vel núna og tala við fjölskyldu, vini og fólkið á eyjunni án nokkurra vandkvæða."

Þar sem Jeffs er með íslenska unnustu, á íslenskan strák og talar góða íslensku datt okkur í hug að spyrja hann hvort hann hefði ekki hugsað sér að fá íslenskan ríkisborgararétt og geta þar með gefið kost á sér í íslenska landsliðið. Hann hikaði fyrst við að svara en sagði svo.

,,...það myndi ekki trufla mig. Ég útiloka það ekki en ég hugsa ekkert um það. Kannski gæti ég gefið kost á mér ef ég stend mig vel í fótboltanum. Það eina sem ég hugsa um sem stendur er að spila fótbolta og gera það vel. Það er erfitt að horfa til framtíðar þegar maður veit ekki hvar maður verður."

Jeffs missti aldrei sambandið við Ísland og fylgdist með íslenska boltanum eftir að hann flutti til Svíþjóðar þar sem hann lék með Orebro. Þarna kom til til hjálpar og hann nefnir að hann hafi getað fylgst með íslenska boltanum á Fótbolta.net.

,,Ég var í sambandi við nokkra stráka í ÍBV liðinu og nokkra sem tengjast liðinu og fylgdist vel með liðinu og íslenskum fótbolta. Ég horfði oft á mörkin á ruv.is og fylgdist með á Fótbolta.net svo ég vissi um allt sem var að gerast hérna."

Eftir fyrsta árið frá ÍBV 2006 þurfti hann því að fylgjast með frá Svíþjóð þegar ÍBV lenti í því hlutskipti að falla úr Landsbankadeildinni á síðustu leiktíð og leikur því í 1. deildinni í ár.

,,Þetta var ekki gott ár fyrir þetta félag, þeir áttu í erfiðleikum eftir gott ár 2004 þegar þeir enduðu í öðru sæti. Eftir það áttu þeir í erfiðleikum, misstu marga leikmenn og fengu erlenda leikmenn sem stóðu ekki undir væntingum. Það komu tvö erfið ár en nú er verkefnið bara að koma liðinu aftur í efstu deild og fá þá leikmenn sem félagið þarf tl að halda sér í efstu deild. "

,,Það þarf líka að vinna vel með ungu leikmönnunum til að koma þeim upp því það er erfitt að fá íslenska leikmenn á þessa eyju. Það sem þarf að leggja meiri vinnu í er að búa til fleiri góða unga leikmenn, því þannig er hægt að halda þessu félagi gangandi. Þetta getur verið erfitt að vera á lítilli eyju því leikmennirnir vilja oft fara til Reykjavíkur."

,,Það eru nokkrir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig vel. Það er aldrei hægt að segja alveg því það verður að sjá hvernig þeir aðlagast þegar þeir byrja að vinna með aðalliðinu, en ég sé nokkra leikmenn sem gætu staðið sig vel í þessu liði,"
sagði Ian Jeffs að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner