Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 08. október 2007 07:00
Magnús Már Einarsson
Sumarið gert upp: Ingvar Þór Kale (Víkingur R.)
"Að mínu mati verðum við að fara að slíta okkur frá þessu hoppi á milli deilda. Sem Víkingur vill ég sjá að félagið fara strax upp á næsta ári og festi sig í sessi á komandi árum sem gott úrvalsdeildarlið því að þar liggur minn metnaður."
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Næstu daga munu leikmenn liða í Landsbankadeildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Ingvar Þór Kale markvörður Víkings ríður á vaðið í dag með pistli um sumarð.




Það er ekki hægt að segja að gengi liðsins hafi verið burðugt, eftir að vera í fallbaráttu allt sumarið lendum við í því að reka lestina þegar lokaflautið gall, og verðum við því að bíta í það súra að spila í 1. deild að ári.

Eitt af aðalmarkmiðum sumarsins var að gera betur en í fyrra þ.e.a.s. lenda ofar en 7. sæti. Ég vil meina að við höfum verið mjög óheppnir í mörgum leikjum í bland við það að vera alveg hrikalegir klaufar að vera ekki búnir að klára leikina þá sérstaklega útileikina við HK, Keflavík og ÍA. En fyrst að við nýttum ekki færin og gerðum okkur seka um mistök í vörn og markvörslu er ekki hægt að búast við að árangri.

Ég sjálfur spilaði 7 leiki í deildinni (en ekki fleiri) vegna þess að einn ákveðinn læknir sem að ég ætla ekki að nefna gerði grundvallarmistök í sínu starfi svona svipað og að stærðfræðingur mundi segja að 2+2 væri 100. En nóg um það. Víkingur fékk í minn stað Bjarna Þórð Halldórsson sem að spilaði frábærlega þá leiki sem að hann spilaði.

Víkingur hefur síðustu ár verið svokallað jójó lið á milli efstu deildana og er þar engin breyting á í ár. Að mínu mati verðum við að fara að slíta okkur frá þessu hoppi á milli deilda. Sem Víkingur vill ég sjá að félagið fara strax upp á næsta ári og festi sig í sessi á komandi árum sem gott úrvalsdeildarlið því að þar liggur minn metnaður.

Það sem kom mér mest á óvart í deildinni í sumar var m.a. gott gengi skagamanna og einnig hvað Keflavíkurliðið náði að klúðra sínum hlutum um miðbik móts. Varðandi HK þá hafði ég alltaf á tilfinningunni að þeir mundu halda sæti sínu í deildinni. Mótið í sumar var í heildina mjög áhugavert frá upphafi til enda og held ég að íslensk knattspyrna sé á mikilli uppleið.

Kv.
Ingvar Þór Kale.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner