Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   lau 22. desember 2007 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Rivals DM 
Wenger ver tæklingu Eboue á Terry
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur komið til varnar Emmanuel Eboue leikmanni liðsins og segir að tækling hans á John Terry leikmann Chelsea í leik liðanna um síðustu helgi hafi ekki verið af ásetningi.

Terry gagnrýndi tæklinguna eftir leikinn og sgaði að Eboue hafi átt að sjá rauða spjaldið en því er Wenger ekki sammála og segir að hann hefði sjálfur átt að vera farinn af velli með rautt spjald fyrir tæklingu á Cesc Fabregas fyrr í leikum.

Terry ristarbrotnaði við brot Eboue og verður frá keppni næstu sex vikurnar.

,,Ég horfði aftur á tæklingu Eboue og ég held að hann hafi ekki viljað ná John Terry," sagði Wenger í gær.

,,Hann snerti hann og mér þykir mjög leiðinlegt að John hafi meiðst. Best hefði verið ef Eboue hefði ekki sett fótinn þarna, við hvetjum leikmenn okkar ekki til að gera þetta."

,,En John Terry hefði ekki átt að vera á vellinum þegar þetta gerðist útaf því að tækling hans á Fabregas var það versta í leiknum.

,,Ég held ekki að hann hefði verið rekinn af velli ef hann hefði ekki verið fyrirliði Englands. Ef maður byrjar að hugsa þannig, þá er maður orðinn klikkaður. En dómarinn sá ekki nákvæmlega ofbeldið í tæklingunni."


,,Terry slapp með þetta og ég óska honum til hamingju með það, En það þýddi ekki að við vildum meiða hann. Ég vil að leikmenn mínir hagi sér vel og við viljum ekki meiða fólk."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner