Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
banner
   þri 08. júlí 2008 23:54
Hafliði Breiðfjörð
Þorkell Máni: Mikilvægara að hafa Hemma en þrjú stig
Kvenaboltinn
Þorkell Máni í Garðabænum í kvöld.
Þorkell Máni í Garðabænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Leikurinn varð aldrei spennandi eins og menn höfðu vonast vegna þess að Hemmi Gunn vinur minn var á vellinum og það er búið að ganga illa hjá karlaliði Vals. Hann hefur oft verið veill fyrir hjarta og við ákváðum því að hafa þetta ekkert sérlega spennandi. Það er mikilvægara að hafa Hemmann sinn en fá þrjú stigin" grínaðist Þorkell Máni Pétursson þjálfari kvennliðs Stjörnunnar sem tapaði 0-5 fyrir Val í Garðabænum í kvöld en leikurinn var í 9. umferð Landsbankadeildar kvenna.

,,Að öllu gríni slepptu þá féllum við á þessu prófi, það var búið að skrifa mikið um þennan leik og tala mikið um okkar lið sem er allt í góðu lagi því við vorum búnar að standa okkur vel og höfðum komið mörgum á óvart. Við vorum spenntar fyrir þennan leik, að sjá hvar við stæðum, en við réðum ekki við spennustigið."

Margrét Lára Viðarsdóttir fór illa með Stjörnuna í kvöld og skoraði þrjú mörk á þær í fyrri hálfleiknum með frábærum hætti. Þorkell Máni segir muninn á liðunum hafa verið hana.

,,Við vorum að spila við vægast sagt frábært Valslið sem er svakalega gott, sérstaklega með þessa súperkonu. Þessi leikur hefði verið spennandi og skemmtilegur hefði ekki verið fyrir Margréti Láru. Hún er að eyðileggja alltof marga leiki, eins og það er skemmtilegt að sjá hana spila fótbolta, þá er það ekkert gaman þegar maður spilar á móti henni."

Þrátt fyrir stóran ósigur var Þorkell Máni hvergi banginn fyrir framhaldið og sagði að lokum: ,,Við féllum á prófinu. Ég hef oft fallið á prófi en ég hef bara tekið áfangann aftur og náð honum svo."
Athugasemdir
banner
banner