Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   mán 14. júlí 2008 14:16
Magnús Már Einarsson
Myndaveisla úr elleftu umferð 1.deildar karla
Elleftu umferðinni í fyrstu deild karla lauk um helgina en hér að neðan má sjá myndir úr leikjunum í umferðinni.

Hafliði Breiðfjörð var með myndavélina í Garðabæ, Eyjafréttir mynduðu toppslaginn í Vestmannaeyjum, Matthías Ægisson var myndasmiður í Breiðholtinu, Alfons Finnsson smellti af myndum í Ólafsvík, Pedromyndir mynduðu leik Þórs og Njarðvíkur á Akureyri og Gunnar Gunnarsson hjá Austurglugganum var bakvið myndavélina þar sem Fjarðabyggð mætti Víking Reykjavík.


Í Garðabæ mættust Haukar og Stjarnan.


Hilmar Geir Eiðsson og Björn Pálsson fara upp í skallabolta.


Denis Curic er hér nýbúinn að skora.


Stjörnumenn fagna einu af fjórum mörkum sínum.


Haukar hrósuðu hins vegar 5-4 sigri að lokum í miklum markaleik.


Í Eyjum mættust ÍBV og Selfoss í toppslag.


Zoran Miljkovic þjálfari Selfyssinga fylgist með gangi mála.


Hjalti Jóhannesson mætti sínum gömlu félögum í ÍBV.


Úr leiknum í Vestmannaeyjum.


Eyjamenn fögnuðu að lokum 3-0 sigri en liðið er með 30 stig eftir fyrri umferðina í fyrstu deildinni.


Á Akureyri mættust Þór og Njarðvík.


Tvö rauð spjöld fóru á loft í þeim leik. Hans Scheving dómari sendi Jóhann Helga Hannesson í sturtu í fyrri hálfleik.


Alexander Magnússon fékk síðan reisupassann í síðari hálfleik.


Ingvar Jónsson markvörður Njarðvíkinga reynir að ná til knattarins.


Þórsarar lönduðu að lokum 3-1 sigri þar sem Ármann Pétur Ævarsson lék frábærlega og skoraði tvívegis.


Leiknismenn tóku á móti KS/Leiftri á föstudagskvöldið.


Rune Koertz og Heiðar Gunnólfsson kljást.


Þór Ólafsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.


Heiðar Gunnólfsson og Sævar Ólafsson í baráttu um boltann.


Helgi Óttar Hafsteinsson fagnar sigri Leiknis ásamt meðliðum í stuðningsmannaklúbbnum Leifa.


Fjarðabyggð tók á móti Víkingi Reykjavík fyrir Austan.


Sveinbjörn Jónasson skoraði eitt mark í 2-2 jafntefli lðianna.


Víkingar fagna marki en þeir jöfnuðu undir blálok leiksins.


Víkingur Ólafsvík tók á móti KA.


Veðrið var ekki upp á það besta á laugardaginn.


Leikmenn voru duglegir að renna sér í tæklingar á Ólafsvík.


Lokatölur urðu 2-1 fyrir Víkingi en Gísli Freyr Brynjarsson er hér nýbúinn að skora sigurmarkið í viðbótartíma.
Athugasemdir
banner